Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 27
Myndin sýnir neðri hluta Myrkhyls og nokkuð af hamraveggn- um, sem frá er sagt i greininni. Laxinn mun hafu numið staðar i lóninu upp við bergið lengst til vinstri á mynd- inni. Hefði hann kom- izl dálitið vestar og nið- ur í útrennslið, var hann tapaður. Ljósm. Erl. Þorst. eins kastað þar stutta stund, er lax var á. Lét hann strax óvenju illa, hentist fram og aftur um vaðið, þaut svo allt í einu niður miðfossinn og niður í Niku- lásarker. Línan var á síðustu vafningum. Ég var staddur — eins og oftast — hjá capt. Aspinall. Hann bað mig, ef ég gæti, að bjarga fyrir sig línunni, því að hann var lítið fyrir að vaða á fossbrúninni. Lín- an reyndist mjög löng. Fór ég fossbrún- ina, niður syðri klettinn í Laxfossi og alla leið að Nikulásarkeri. lJegar ég tók á laxinum, sem enn var á, tók hann aftur viðbragð og rauk niður í Gaflhyl. Þar var þá capt. Aspinall kominn og tók nú við stönginni. l„axinn þaut niður allan Gaflhyl og þvert yfir ltann, síðan niður með vesturlandinu, sló sér síðan suður á við, efst í Almenningnum, og tókst að festa þar línuna á steinum. Kom þá enn til minna kasta, að vaða þar út um allan Almenning, svo að ekki var á mér þurr þráður. Alltaf liékk laxinn þó einhvern veginn á önglinum. Laxinn fór nú niður allan Almenn- ing, en þegar hann ætlaði niður úr Kaup- mannapollinum, var svo af honum dreg- ið, að hægt var að færa í hann. Þetta var 18 pd. hængur, en flugan var í baki hans, rétt framan við sporðfestuna! Ásjóna capt. Aspinalls var ekki með jafnmiklum gleðibrag, þegar hann fjar- lægði flugu sína úr þessum laxi og hinum fyrri. En um slíkt er ekki að sakast. Það var ekki að hans vilja, að hann veiddi lax með þessum liætti. Capt. Aspinall var strang heiðarlegur í öllu, er ég þekkti til. Til dæmis er mér æ minnisstætt, er ég gerði upp sumarkostnað hans við Norðurá. Þá vantaði mig 2 aura, til að fá reikningana rétta. Ég nennti ekki að fara í gegnum þá að nýju og lagði tvo- aurana með reikningnum. Þetta leiðst mér þó ekki. IJað voru ekki aurarnir, Veioimaburinn 25

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.