Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 37

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 37
Ur veiðibókum. ORÐIÐ hefur að ráði, að reyna þá ný- breytni, að birta framvegis öðru hverju í Veiðimanninum kafla undir þessari fvr- irsögn. Efnið verður, eins og nafnið bendir til tekið úr veiðibókum, og þá fyrst og fremst úr veiðibókum frá vatnasvæðum, er S.V.F.R. hefur á leigu. Lesendum Veiðimannsins er vinsam- lega bent á, að þessir þættir verða ekki skemmtilegir til aflestrar, því þetta verða mest þurrar tölur og margvíslegar töflur, en ef vel tekst með að vinna úr þeim bók- um, er notaðar verða sem heimildir, þá er óhætt að lofa því, að þeir er lesa vilja þessa þætti, geta orðið margs vísari um veiðina á hverju veiðisvæði, því að í vel færðri veiðibók er mikill fróðleikur. Ef hver sá, er færir inn í veiðibókina, skrifar þar allar þær upplýsingar, sem til er ætlast, verður veiðibókin merkileg iieimild um veiðivatnið. sem hún á að \ eita fræðslu um. har má m. a. sjá hvaða fisktegundir veiðast, hversu margir hæng- eða hrygnur, þyngd og lengd á hverjum íiski, hve mikil veiðin er á hverjum veiði- stað, hvað veiðist á hverjum degi, viku, mánuði, eða allan veiðitímann. Þar má einnig sjá, hváða agn er mest notað og hvaða flugur og flugustærðir eru veiðn- astar. Ef veiðibækur eru færðar reglulega í nokkur ár í röð, við sama veiðivatnið, er hægt að sjá allar breytingar, sem verða á veiðinni, t. d. hvort hún er breytileg hlutlallslega á liverjum veiðistað, enn- fremur hvaða veiðistaðir eru áð jafnaði beztir, einnig hvort veiði fer þverrandi eða vaxandi og hvort stofninn smækkar eða stækkar, eða stendur í stað, og fl. og fleira. í sambandi við hlutfallslegar breyting- ar á veiði, á tilteknum veiðistöðum er rétt að benda á, að vatnsmagnið getur haft þar mikil áhrif, en um vatnsmagnið gefa veiðibækur allt of fáar og ónákvæm- ar upplýsingar. Það er því full ástæða til þess að koma upp vatnshæðamælum við árnar, því þá er fyrst hægt að skrifa vatnshæðina daglega inn í veiðibókina, og með nægilegri nákvæmni. Til munu þeir vera, sem telja veiði- bækur ekki sérstaklega áreiðanlegar heimildir, vegna þess, að það orð fer af veiðimönnum, að þeir noti stundum mál og vog með dálítilli ónákvæmni! En þótt einhverjum þyki tilgreind stærð á fiski í veiðisögu, sem lífsglaður veiðimaður kann að hafa sagt í hópi kátra veiði- rnanna, ef til vill nokkuð tortryggileg og lítt sönnuð, rýrir það ekki gildi veiði- bóka, því fiskurinn, sem er önnur aðal- hetjan í áðurnefndum veiðisögum, hefur alltaf lag á að komast undan því að verða skráður í veiðibók. Enda væru þroska- skeið slíkra fiska þar með á enda runnin, b;eði á láði og í legi! VíWlMAPURJNN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.