Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 40
Flutt Veiðistaðir júní Júií Agúst Alls Hreimsstaðahyljir 3 1 4 Snagi 3 3 Klettstíuhylur 10 10 Dreyfingar 1 1 Strandastrengur .... 9 8 10 Skarðshamarsfljót . .. 11 11 Karlsoddi 3 3 Glitstaðastrengur . . . í 1 9 Hraunhyljir 39 23 62 Ovissir veiðistaðir . . 6 6 Samtals 55 118 173 Þessi tafla er yfir veiðina á efsta svæð- inu, þar er bezta veiðin í Hraunhyljun- um, eins og oft áður. í veiðibækurnar hafa verið skráðir nokkrir veiðistáðir í sumar, sem ekki er fullvíst, hvar á að staðsetja. Einn þeirra, Þorgilsstrengur, er sennilega á neðsta svæðinu. Hann er skráður 14. júní, og mun því vera þar. Þ. 24. ágúst er Kerlingarhólmi skráður. Þann 28. ágúst er Hesthólmastrengur skráður, og er það gert af kunnugum manni, og 30. ágúst er Thoroddsens- strengur skráður sem veiðistaður. Þessir þrír síðustu eru færðir á fimmtu töflu sem óvissir veiðistaðir. Ef einhverjir, sem lesa þetta, þekkja þessa veiðistaði, og vita með vissu hvar þeir eru, þá eru það vinsamleg tilmæli, að þeir láti skrifstofn S. V. F. R. í té nán- ari upplýsingar, vegna þess að áætlað er að gera nýtt kort af Norðurá. A töflu VI er áð finna þan: flugu- tegundir og stærðir, sem skráðar eru í veiðibækurnar, ásamt fjölda þeirra fiska, sem létu ginnast svo langt af flugum þess- um, að liægt var að skrá þá í veiðibókina. Þar er einnig meðalþyngdin á þeim fisk- um, er veiddust á liverja flugu, eða þyngd, þegar áðeins er um einn fisk að ræða. Tuttugu og sjö flugunöfn voru skráð í sumar, og er það fimm færra en var 1957, en þó verður það að teljast sæmilegt safn fyrir þann silfraða að velja úr. 1957 voru þrjár veiðnustu flugurnar þær sömu og nú: Black Doctor var með 21 fisk, Blue Carm og Sweep með 20 fiska hvor. Breytingarnar eru þær, að í fyrra sumar veiðist einn fiskur á Green Highlander, enginn á Alexöndru, en þrír fiskar á Saphire Blue, en veiði á aðrar flugur, sem eru töluvert notaðar bæði ár- in, er lítið breytt. 1957 voru eftirtaldar flugur með einn og tvo fiska, en enginn fiskur veiddist á þær á sl. sumri: Akroyd, Eady Amherst, Last Chance, Lemon Grey, Murdock, Professor, Royal Coach- man, Sir Conrad og sir Richard. Bæði ár- in er nr. 6 sú flugustærð, sem flestir fisk- ar veiðast á, 35 fiskar sumarið 1957, en 02 í ár, og er það hlutfallslega allmiklu hærri tala. Sumarið 1957 voru 28,4 af hverjum hundrað fiskum veiddir á flugu, en síðastliðið sumar veiðast 32 fiskar af hverjum hundrað á flugu. Þetta er því skref í rétta átt, en því miður helzt til stutt, með þessum hraða mun það taka 10—15 ár, að ná þeim árangri, er sam- boðinn getur talizt sportveiðimönnum. Þeim til hvatningar, sem nota flugu fyrir agn, en eru ekki ánægðir með ár- angurinn, skal bent á, að sá veiðimanna- liópur, sem fékk rnesta veiði í Norðurá síðastliðið sumar, fékk meira en 60% af veiðinni á flugu, og annar hópur, er var með meðalveiði, fékk yfir 70% af 38 Veiðimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.