Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 49
verma liann allan, frá hvirfli til ilja.
Hann rennir augum yfir fjörfíinn sinn
fagra og lætur þau nema staðar við ótal
heillandi sýnir, sem hann einn Jtekkir og
alltaf eru að breytast, frá því nóttin réði
ríkjum. Þvi Gunnar hefur ekkert sofið.
í nótt hefur hann alltaf vakað og horft
og hlustað og beðið og — niimið. Hann
skynjar því og skilur langtum betur en
þeir, sem sofa, hve allt er ein órofa heild,
frá almætti þagnarinnar, Jregar eilífðin
sjálf virðist dotta um lágnættið, og —
jafnvel sólin, sækja nýjan þrótt, og ólýs-
anlegan unað, í faðm Ægis, áður en hún
hefur sig á loft aftur, til að skapa nýjan
dag og nýtt líf. Og nú skulum við fylgj-
ast með Gunnari, hvernig liann fer að
því, að láta einnig þessar sýnir birtast
okkur, eftir leiðsögn Braga og dísarinnar
dásamlegu. Við skulum fara að öllu
með gát og fylgjast nú vel með. Það borg-
ar sig. Þessi hugljúfi óður lieitir:
VORMORGUNN.
Leiðir dagur lofts um hyl
Ijóma’ d haga jarðar.
Breiðir fagur birtu til
blóma Skagafjarðar.
Geislar flœða’ um fjöllin há,
fegurð glœðist tinda.
Ljósaslœðu leggja d
lága hœð og rinda.
Lœkir syngja. Hvelfist hd
hlíðarbringan mjúka.
Grœna lyngið, gráföl strá
golufingur strjúka.
Um fjall og engi hugljúf hljóð
hlýtt og lengi óma.
Vorsins engill, lífsins Ijóð
lætur af strengjum hljóma.
Áarhreiminn, álftahljóm
frá œskuheimi kannað.
Þig mun dreyma þennan óm
þó að gleymist. annað.
Yfir síðasta erindið skulum við fara
aftur. Og af heilum hug, vildi ég óska
þess, lesandi minn, að okkur megi auðn-
ast að dvelja sem oftast — og dreyma um
æskunnar sólbjörtu heima, hvað sem
öðru líður.
Júní 1958.
Theodór Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi.
Hvað skyldu þeir segja, þegar þeir sjá
þennan á landi?
VEIÐIMABURINiy
47