Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 50

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 50
Góðir gestir. HINN 26. ágúst komu hingað til lands, á vegum Kastklúbbs stangveiðimanna í Reykjavík, forseti Alþjóða-kastsambands- ins, Myron C. Gregory og Joan Taran- tino, heimsmeistari í flugukasti og sam- eiginlegum árangri tveggja alþjóðakast- móta. Þeir dvöldu hér til 30. ágúst. Dagana 27. og 28. ágúst sýndu þeir köst, upp við Árbæjarstíflu, bæði nreð flugu- stöng og kaststöng. Einnig flutti Myron C. Gregory fyrirlestur um kastíþróttina. Þeir félagar eru frá Bandaríkjunum, Myron C. Gregory um sjötugt, en Joan Tarantino tæplega tvítugur, og voru á leiðinni til Brússel, þar sem þeir tóku þátt í heimsmeistaramótinu, en komu við í ýmsum löndum, í þeim tilgangi, að auka áhuga manna fyrir kastíþróttinni. Þeir urðu þess vegna nrjög ánægðir yfir þeim áhuga, sem íslenzkir stangveiðimenn sýndu með því að fjölmenna upp við Ár- bæjarstíflu. Fyrri daginn munu hafa ver- Gestirnir athuga tœkin. ið á þriðja hundrað áhorfendur og seinni daginn eitthvað færri, en þann dag rigndi töluvert. Það er líka óhætt að segja það, að á- horfendur urðu ekki fyrir vonbrigðttm, því að hæfni þessara meistara í notkun veiðistanga er ótrúleg. Þeir höfðu engar sérstakar keppnisstengur með sér, en sýndu köstin með venjulegum veiðistöng- nm, sem þeir fengu hér að láni. Þarna sáu menn, hvernig hægt er að láta veiði- tækin vinna fyrir sig, næstum fyrirhafnar- laust, ef kunnátta er fyrir hendi. Ég er alveg viss nm það, að flestir þeirra, sem sáu þessa snillinga kasta, þurftu sín eigin augu til þess að sannfær- ast, um þá gífurlegu yfirburði, sem sá veiðimaður hefur í notkun veiðistanga, er æfir sig sérstaklega, fram yfir þann, sem snertir aldrei stöng nema til veiða. Þeir eru kannske margir, sem segja sem svo, að alveg sé óþarfi að kasta betur en almennt er gert hér hjá okkur, menn veiði ekkert meira með því. Með slíkum hugsunarhætti finnst mér gengið fram hjá mjög veigamiklu atriði í sambandi við alla stangveiði. í fyrsta lagi hafa góðir kastmenn möguleika á meiri veiði en sæmilegir, en — hvað er stang- veiði? Er það ekki íþróttin að veiða á stöng. Netiðgefnr t.d. margfalt meiri afla — en stangveiðimenn nota veiðistöng. Það virðist því augljóst, að góður kastmaður hlýtur að hafa meiri ánægju af hverri veiðiför en liinn, sem ekkert hefur skeytt um þessa hlið málsins. Ferð þeirra félaga var farin á vegum Alþjóða-kastsanrbandsins, til þess að kynna kastíþróttina og auka áhuga manna fyrir henni sem sjálfstæðri íþrótt, og unr 48 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.