Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 51
jSagait nf JhÁpoo CJónil.
Framhald.
OFURSTINN settist í stólinn sinn og
tók síðan til máls: ,,Það er orðið langt,
Alastair, síðan ég hóf feril minn sem
undirforingi, í liinu gamla og góða John
Company, en ég man það eins og það
hefði skeð í dag. Ég hafði alltaf haft ó-
stjórnlega gaman af öllum veiðiskap, og
það leið ekki á löngu áður en ég var orð-
inn svo hugfanginn af dýraveiðum, að ég
bað um og fékk sérstaka skipun í starf við
Iandmælingadeildina og var þá skráður í
flokk, sem falið var að mæla upp stóran
liluta af gersamlega ónumdu og é>rann-
sökuðu frumskógasvæði nálægt upptök-
um fljótanna Tapti og Narbada.
Á ferðum okkar um þessi ónumdu
svæði, eyddi ég öllum tómstundum mín-
um í eltingaleik við veiðidýr, en af þeirn
voru ógrynnin öll þar, í þá daga; og Jxitt
ég vteri þá enn mjög ungur maður, var
leið áð sýna stangveiðimönnum, hvað
mögulegt er að gera með venjulegum
veiðistöngum.
Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um
[>að, að heimsókn Jtessara góðn gesta mun
bera ríkulegan ávöxt í aukinni kasthæfni
íslenzkra stangveiðimanna — því sjón er
sögu ríkari.
Sverrir Eliasson.
ég svo einstaklega heppinn, að ntér tókst
að ávinna mér trausta vináttu og skilning
frumbyggjanna. Þeir vorn að jafnaði dul-
ir og feimnir, en þegar ég átti Iilut að
máli, breyttust þeir svo. að ég var ekki
fyrr kominn í eitthvert þorpið en frétt-
irnar um veiðidýr í nágrenninu bárust
að mér úr öllum áttum.
Svo var [>að einn brennheitan morg-
un á hitatímanum, þegar ég hafði lokið
útistörfum mínum, þann daginn, og lét
klárinn lötra fót fyrir fót á leiðinni heim
í herbúðirnar, að ég reið fram á tvo skóg-
arbúa, karl og konu, á mjóum götuslóð-
anum. Eiginmaðurinn skálmaði á und-
an, með öxi reidda um <>xl og boga og
örvar í hendi, en á eftir herra sínum og
húsbónda tölti Jx>linmóð eiginkonan —
vel vaxin og gerðarleg stúlka af Gónd-
ættflokknum, léttfætt eins og hind, með
bera útlimi og þrýstinn barm. Á höfði
hennar var þung byrði, sem haggaðist
ekki. Þegar ég kom nær, tók ég eftir því,
mér til mikillar furðu, að þetta var húð
af nýflegnu, stóru tígrisdýri, haglega vaf-
in saman, og skottið dinglaði fram og
aftur niður með annarri síðu konunnar.
Þegar hjónin heyrðu hófatak hestsins,
nárnu þau staðar og sneru sér við í áttina
til mín. Um leið og ég svaraði kveðju
Gónd-veiðimannsins \irtist mér hann
Veiuimaðurinn
49