Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 54

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 54
ekki annað sýnt en við yrðum að gefast upp; og nú var byrjað að dimma. Við höfðum nú losað okkur við fílinn og stóðum í djúpum stórgrýttum og þurrum botni Kókri. Sólin var um það bil að setjast og gegnum hitasvækjuna mátti greina kaldan gust, sem er undan- fari indverska rökkursins. Við vorum komnir að bugðu á gljúfrunum, rétt við djúpan hyl, spölkorn þar frá, sent Kókri fellur í hina breiðu og botnsléttu Tapti. Jhápoo stóð þögull og hugsi og klóraði sér svolítið, vandræðalegur á svipinn. En allt í einu sagði hann lágt: „Sendu fílinn heim aftur, herra. Ntt er aðeins eitt ráð til!“ Því næst þuldi hann fyrir rnunni sér nokkrar mergjaðar setn- ingar, sem ekki er hægt að þýða, en þær fjölluðu um eðli kvendýra af kyni dýrs- ins, sem svo lengi hafði leikið á okkur. Jhápoo fói að engu óðslega. Hann sagði mér að fara upp á bakkann fvrir ofan, en sjálfur stóð hann stundarkorn kyrr í stórgrýttum árfarveginum, niður- sokkinn í hugsanir sínar. Nóttin var að skella á. Tungl var nærri fullt og fölgráir geislar þess kepptu um vcildin við gull- roðinn bjarma og hitamóðu sólsetursins. Allt í einu rétti Jhápoo út höndina í rökkrinu, tíndi saman nokkur breið og sterk blöð af hinum fagurrauðu blómum dhrdk-trésins, tók síðan hnöttóttan og vel slípaðan stein, á stærð við manns- hnefa, og vafði blöðunum utan um hann svo að þau huldu hann alveg. Að svo búnu gekk hann lengra út í dimman og þurran árfarveginn, lyfti upp stóru bjargi, kastaði innvafða steininum undir það í skyndi og lét það svo falla í sömu skorður aftur. Þegar þessu var lokið, hvarf hann mér sjónum inn undir bakkann og hermdi þar þrisvar sinnum afbragðs vel eftir kóla-bálu, eðá einmana sjakala, — en það er hryllilegt vein. Mér þótti vissulega mjög gaman að þessum hundakúnstum karlsins, og að sjá hann reyna að leika galdramann, en ég verð þó að játa, að einhver ónotakennd fór um mig. Það var komið glaða tungls- ljcís og vel bjart í skóginum þarna í kring, og sæmileg birta barst niðtir í árfarveginn gegnum gróðurflétturnar, sem héngu út yfir bakkana, en á staðinn þar sem ég sat skyggðu nokkur stór og sver mangótré, svo að þar var myrkur. Eg vissi auðvitað að þessi válegu vein, undir bakkanum fyrir neðan mig, komu úr barka Jhápoos gamla, en þegar þau voru að deyja út og bergmáluðu í þessu dulmagnaða um- hverfi, varð einmanaleikinn alls ráðandi og hin frumstæðu geðhrif, sem skuggalegt og afskekkt skóglendi vekur um tungl- skinsnótt, fóru smámsaman að ná tökum á mér. Langt handan og neðan við beygju, sem þarna var á lækjarfarvegin- um, mátti greina silfurrák, sem máninn markaði á dimman flöt á djúpum hyl. Stjörnurnar tindruðu skært á tærbláum liimni, þar sem til varð séð milli nakinna greinanna á lauflausum trjánum; og úr skuggafylgsni mínu lét ég augun hvaríla eftir tungllýstum farvegi Kókri og stað- næmdist við bjargið þar sem garnli Ind- verjinn hafði fólgið seiðgrip sinn. Leður- blaka flögraði við vangann á mér og leti- legt kvak í froski bar vott um að enn væri heitt í lofti. Síðar kvað við í fjarska raunalegt væl páfuglanna, sem komnir \ oru á náttstað, og þegar það dó tit, ríkti 52 Veiðtmaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.