Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 57

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 57
unsöng sinn, og glaðværir tónar gráa pá- lianans hljómuðu hátt og skært. Jhápoo gamli var seztur upp í hengirúminu sínu. Hann tók í ermina mína, eins og hann hafði gert svo oft áður mn indversk dag- mál. „Sko!“ hvíslaði hann og benti út í loftið. Síðan lyfti hann annarri hendinni, glennti greiparnar og andartak var eins og eldur brynni úr augum hans. „Fimm khandis!“, sagði hann háum rómi. „Fimm khandis af tígris-karldýr- um! Fimm. . . . full. . . . khandis!“#) Síðan lagði ég jarðneskar leifar hans aftur á bak á gróft brekánið og kallaði gætilega á þjónana." Ég get nú farið fljótt yfir það sem eftir er af sögu ofurstans. Hann minntist laus- lega á smurningu hinnar draugslegu mú- míu og hvaða ráðum hann hefði loks beitt til þess að geta framkvæmt óskir Jhá- poos gamla út í æsar. Virðist svo sem þess háttar hlutir liafi verið mun auð- veldari áður fyrr en nú á dögum. Hann sagði mér frá öllunr ráðstöfunum sínum og endaði á kistunni. Hann sagði mér líka, að sér hefði tekizt að liafa upp á „því sem hafði gleymst' og reyndist það vera holt bambusprik, fyllt með ein- kennilegri, grárri kvoðu. I.oks kvaðst hann svo hafa lokað allt niðri í kistunni og komið henni fyrir á afviknum stað. En í Austurlöndum fer ótrúlega fátt fram hjá hinu innfædda þjónustuliði. Mun sanni næst, að það viti meira um hús- bændur sína en þeir sjálfir, og mér lék *) Khandi — 25 einingar af einhverju. Fimm.. . . full.... khandis = 125 dýr. — Þýð. forvitni á því, hvernig Mulligatawny hefði leyst þá þraut. Abdxd Ghani vissi vitanlega allt. En ofurstinn sagði mér, að þegar hann, staris síns vegna, hefði komið aftur nálægt heimkynnum tígrisdýranna, mörgum ár- um síðar, hefði starfsfólk sitt ævinlega fyllst skelfingu, ef það sá kistuna, þótt iuin hefði verið lokuð öll þessi ár og hann margsinnis skipt um þjóna, eins og algengt er í Indlandi, þegar menn eru sendir til fjarlægra landshluta. Þegar gamli maðurinn hafði lokið sögu sinni stóð hann upp, lagði höndina á haus tígrisdýrsfeldsins, sem hékk á veggn- um fyrir ofan koparspengdu kistuna og sýndi mér skörðótt gat, sem samkvæmt ströngum fyrirmælum hans, hafði ekki verið fyllt upp. Þetta var þá skinnið af Mánjród-dýr- inu mannskæða! „Fimm khandis“, segir spádómurinn, Alastair“, mælti ofurstinn. „Tuttugu í hverju.*) Rúmlega fjögur og hálft eru þegar bókuð. Hvort þú fyllir töluna, eða afhendir kistuna þeirn innfæddu mönn- um, sem ég hef fengið þér nöfn og heim- ilisföng á, er þér algerlega í sjálfsvald sett, en hvora leiðina sem þú velur, er ég þér hjartanlega þakklátur. Og nú skulum við fara að hátta. Góða nótt, kæri vinur. Góða nótt!“ Framhald. *) Hcr segir ofurstinn, að eitt khandis sé tuttugu, en í orðskýringununi aftan við bókina er sagt tutt- ugu og fimm. — Þýð. Vfiðimaðurin'N' 55

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.