Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 58

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 58
$UvtjtW Atvik. MÖRG skrítin atvik koma fyrir í veiðiferðum, og sum þeirra eru svo ótrúleg, að fæstir geta trúað þeim nema veiðimenn, sem eitthvað svipað hafa reynt sjálfir. Aðrir skipa þeim í þann flokk, sem þeir kalla lygasögur veiðimanna og dettur ekki í hug að trúa nokkru orði af þeim, fremur en sög- unum unt stóru laxana, sem við missum. Skulu nú siigð fáein dæmi af þessu tægi, sem ef til vill gætu orðið byrjun á slíkum frásagnaþætti hér í blaðinu. FLUGA TF.KUR FLUGU. MUNDI ekki mörgum t. d. þykja það ótrúlegt, að hægt væri að „veiða“ með flugu aðra flugu, sem fest hefði verið út í miðri á og veiðimaðurinn orðið að slíta af sér vegna þess að ógerningur var að losa hana? Þetta hef ég þó séð mann gera. Fyrir nokkrum árum vorum við Hans R. Þórðarson saman að veiðum í Myrkhyl í Norðurá. Hann stóð á klapparnefinu, sem gengur út í hylinn ofarlega að sunn- anverðu og kastaði flugu. Úti í miðjum hylnum eru klettanybbur, sem rétt flýt- ur yfir, og tæplega það, þegar áin er orðin lítil. Hann var með tvíkrækju, Green Highlander, nr. 3, að mig minnir, og festi hana svo illa, að hann varð að slíta girnið. Á þessa flugutegund, og sömu stærð, hafði veiðst þarna lax kvöldið áður og Hans hafði einnig orðið var á hana í þetta sinn. Hann hnýtti því á samskonar flugu aftur. í öðru eða þriðja kasti finnur hann að eitthvað snertir fluguna. Hann lyftir þá svolítið stönginni og finnur strax að það er hvorki fiskur né festa. Telur því senni- legast að það sé slý eða eitthvað þessháttar og vindur inn til þess að hreinsa það af flugunni. En þegar hann gætti betur að, kom í ljós, að flugan, sem hann hafði orð- ið að slíta af sér, hafði ekki kunnað við s:g aðgerðarlaus þarna úti í ánni og „tek- ið“ systurflugu sína um leið og hún rann framhjá. Önglar þeirra voru kræktir sam- an. Hefði ég átt þessa flugu, skyldi hún hafa fengið heiðurssæti i boxi mínu með- al þeirra útvöldu, sem ég kasta aðeins, þegar ég tel mest iiggja við. SLAPP TVISVAR. ATVIK það, sem nú verður sagt frá, gerðist í Grímsá fyrir nokkrum árum, og er heimildarmaður minn Magnús heitinn Vigfússon, sem sjálfur kemur þarna við sögu. Síðari hluta dags, um kl. 6, var Magn- ús að veiða í Lamhaklettsfljóti, og setti þar í vænan lax, sem sleit hjá honum lín- una eftir stutta viðureign. Kom í ljós að línan var fúin, og fór laxinn með spotta af henni ásamt girninu og flugunni, sem var Blue Doctor. Morguninn eftir átti veiðifélagi Magn- úsar veiði í Fossinum. Setti hann þar fljótlega í lax á maðk, að hann hélt, því maðkur var á öngli hans. Þegar hann 56 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.