Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 64

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 64
sögðu er vel þegið, e£ einhverjir sencla greinar, þ<)tt. þeir séu ekki beðnir um það sérstaklega, umfram það sem gert er hér að framan. Við ættum allir að hjálpast að því, að bjarga því sem mestu máli skiptir í sögu félagsins frá gleymsku, og meðan það er ekki eldra en þetta, ætti slíkt að vera auð- velt, þar eð flestir, sem farið hafa með stjórn þess, erti enn á h'fi og í fullu fjöri. Væri ekki tilvalið að nota skammdeg- ismánuðina til þess að skrá svona skemmtilegar minningar? Ritstj. FRÁ AÐALFUNDI L.Í.S, Aðalfundur Landssambands íslenzkra stangaveiðimanna var haldinn að Hótef Borg sunnudaginn 26. október s.l. Varaformaður sambandsins, Þorgils Ingvarsson, minntist í upphafi fundar- ins Hauks Snorrasonar ritstjóra, sem tók við formannsstarfinu á aðalfundi 1957, en lézt á árinu, svo sem kunnugt er. Síð- an flutti varaform. skýrslu stjórnarinnar. í sambandinu eru nú 17 félög og bætt- ist eitt við á árinu, Stangaveiðifélag Pat- reksfjarðar. Úr stjórn gengu Guðmundur J. Kristj- ánsson, Rvík og Ingólfur Jónsson, Akra- nesi. Skoruðust þeir báðir undan endur- kosningu. Formaður var kosinn Páll Finnboga- son, Rvík og með honum eru nú í stjórn- inni þessir menn: Þorgils Ingvarsson, Rvík, Friðrik Þórðarson, Borgarnesi, Hákon Jóhannsson, Rvík, Alexander Guðjónsson, Hafnarfirði. Landssamband ísl. stangaveiðimanna 62 . hefur, því miður, ekki reynst þess megn- ugt, að gegna því hlutverki, sem þeir ætluðu því, er forgöngu höfðu um stofn- un þess. Liggja til þess ýmsar ástæður, sem ekki verða raktar liér að þessu sinni, en margt mundi vera á annan veg en nú er í veiðimálum okkar, ef öflug heildar- samtiik veiðimanna væru til. HUGMYND UM NÝJAN BIKAR. SVO sem kunnugt er gaf verzlunin Veiðimaðurinn S.V.F.R. verðlaunabikar árið 1947, „til verðlauna fyrir þyngsta (stærsta) lax, em veiðist á flugu ár hvert af félagsmönnum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í þeim veiðivötnum, sem félagið hefur á leigu“. Bikarinn er farandbikar og vinnst til fullrar eignar af þeim, sem hlýtur hann þrisvar. Hann er enn í umferð, og eng- inn hefur frarn að þessu hlotið hann oftar en einu sinni. Hann á því senni- lega enn eftir að gista marga góða menn og margir okkar líta hann hýru auga. Væri það nú ekki tilvalin afmælisgjöf, þegar félagið verður 20 ára, að gefa því annan farandbikar, sem sá félagsmaður hlyti, er veiddi stœrsta laxinn á sumrinu, þótt ekki vccr.i í á, sem félagið hefði d leigu? Það er kunnugt, að margir félags- rnenn veiða utan vatnasvæða félagsins, og sumir á stöðurn, þar sem stærri laxar fást en þar. Þessu er slegið frarn hér til athugunar fyrir þá, sem kynnu að hafa hugsað sér að minnast þessa afmælis félagsins með rausnarlegum hætti, Ritstj. yrifHMAousiNS'

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.