Bændablaðið - 15.12.2022, Page 38

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Pavlina Lucas, sem starfar sem prófessor við arkitektadeildirnar í háskólunum í Björgvin og Osló í Noregi, er komin af stað með verkefni sem lýtur að skrásetningu og rannsókn á fjárhúsum á Íslandi. Hún hefur hlotið styrk frá Félagi arkitekta í Osló og til stendur að gefa út bók að verkefninu loknu. Hún telur að með því að rannsaka fjárhúsin sé hægt að læra ýmislegt um íslenskt samfélag og íslenska byggingarlist. Hugmyndin að rannsókninni spratt upp þegar hún fór til Íslands sem ferðamaður og tók eftir byggingum sem voru með svipuð útlitseinkenni – sem hún kallar T-form. Annar vængurinn (hlaðan) er yfirleitt ofar í landinu þar sem mænirinn snýr þvert á hallann og svo er yfirleitt einn eða tveir vængir þvert út frá þeim efri (fjárhúsin). Fyrst vissi hún ekki hvaða tilgangi þessi hús þjónuðu, en hún sá að staðsetning fjárhúsanna var greinilega haganlega valin þar sem byggingarnar kúrðu í landslaginu. Þýðingarmikil byggingarhefð Það sem vekur áhuga hennar er annars vegar formgerðarflokkun (e. typology) íslenskra fjárhúsa og hins vegar upprunaleiki (e. authenticity) þeirra. Pavlina hefur mikinn áhuga á að velta fyrir sér hvað sé upprunaleg byggingarhefð og telur að ýmislegt sé hægt að læra út frá því að kynna sér fjárhúsin frekar. Þar sem húsin eru mjög hversdagsleg í augum Íslendinga hefur engum dottið í hug að rannsaka þau sérstaklega út frá sjónarhóli arkitekts. Hún segir að það hafi þurft glöggt gestsauga til að átta sig á þýðingu þessarar byggingarhefðar. Áður hefur Pavlina beint sínum rannsóknum að byggingarhefð sem sprottin er upp vegna sértækrar notkunar, þjónar mjög skýrum tilgangi og er án aðkomu arkitekts. Á ensku nefnist hugtakið Vernacular architecture sem væri hægt að þýða sem alþýðu - byggingarlist. Við hönnun bygginganna er fagurfræðin ekki efst á baugi – heldur notagildi og byggingarefnið sem er aðgengilegt hverju sinni. Ýmis mynstur sjáanleg Í haust dvaldi Pavlina í tíu daga á landinu gagngert til að safna efni og taka myndir af fjárhúsum. Þar sem hún gat ekki nýtt sér neinn miðlægan gagnagrunn, þurfti hún að aka um sveitir með sjónauka til að þefa uppi áhugaverð viðfangsefni. Að þessu sinni fór hún um Vestur- og Norðvesturland, en hún ætlar að koma aftur næsta sumar til að gera landinu betri skil. Hún hefur orðið vör við ýmis mynstur. Eitt af þeim var til að mynda að oftar en ekki voru tvö fjárhús á bænum – eitt gamalt og annað nýrra. Eldri fjárhúsin voru oft ofar í hlíðinni, á meðan þau nýrri voru neðar með betra aðgengi fyrir stærri vélar. Lokaafurð verkefnisins verður bók sem gerir fjárhúsunum skil með ljósmyndum og teikningum. Saga og þróun byggingar- hefðarinnar verður skoðuð og stefnir hún á að fá til samstarfs við sig þjóðfræðing og sagnfræðing. Þar með vonast hún til að gefa bókinni samfélagslega nálgun að auki við þá formgerðarlegu nálgun sem hún vinnur með. Arkitektinn Guðrún Harðardóttir er aðstoðarmaður Pavlinu og er tengiliður hennar hér á landi. Aðspurð segist Pavlina gera sér vonir um að bókin komi út eftir tvö ár. Óska eftir aðstoð á Facebook Pavlina og Guðrún vilja gjarnan fá aðstoð frá öllum þeim sem geta vísað þeim á fjárhús. Til þess hafa þær stofnað Facebook-síðuna Fjárhús á Íslandi þar sem allir geta sett myndir af fjárhúsum úr sínu nágrenni. Til að gögnin nýtist sem best þarf að taka fram staðsetningu (bæjarnafn eða hnit á Google Maps). Með þessum upplýsingum munu þær geta skipulagt næstu Íslandsferð Pavlinu sem best. Meðfylgjandi eru myndir sem Pavlina tók í ár og sýna að hún hefur áhuga á öllum fjárhúsum, hvort sem þau eru ný eða gömul, í góðu lagi, ónýt eða komin með nýtt hlutverk. /ÁL Rannsakar íslensk fjárhús – Arkitekt vinnur að bók um einstæða byggingarhefð til sveita Byggingarhefð íslenskra fjárhúsa fellur undir svokallaða alþýðubyggingarlist, þar sem notagildi og aðgengilegt byggingarefni skiptir meira máli en fagurfræði. Pavlina Lucas ætlar að gera húsunum skil í bók – hvort sem þau eru ný eða gömul eða hafa fengið nýtt hlutverk. Myndir / Pavlina Lucas Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Pavlina Lucas arkitekt hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hægt er að leggja verkefninu lið með því að senda myndir og staðsetningar fjárhúsa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.