Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 60

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Fuglar: Bréfdúfnaeldi á Skólavörðuholtinu – Mikið áhugamál og reglulegar keppnir Smiðurinn Rögnvaldur Guð- mundsson er forfallinn áhuga- maður um bréfdúfur og ræktun þeirra. Þegar Rögnvaldur var krakki ræktaði hann skrautdúfur en hætti því á unglingsárunum. Fyrir tíu árum tók hann upp þráðinn og byrjaði að rækta bréfdúfur, þar sem synir hans urðu mjög áhugasamir eftir að hafa horft á sjónvarpsþætti um boxarann Mike Tyson – sem er mikill bréfdúfnaræktandi. Synirnir hættu fljótlega, en Rögnvaldur hefur haldið ræktuninni áfram. Skrautdúfur eiga ekki margt skylt með bréfdúfum. Þær fyrr­ nefndu eru ræktaðar til að ná fram mikilli fjölbreytni í útliti, en í þeim síðarnefndu hafa verið ræktaðir fram eiginleikar sem skipta máli í keppnum, þ.e. skynsemi og heilbrigði. Fyrir ókunnugan virðast bréfdúfurnar allar vera eins, en Rögnvaldur segist þekkja þær í sundur. Bréfdúfur voru upphaflega ræktaðar út frá bjargdúfum og hafa fylgt manninum í þúsundir ára. Heimakærir fuglar Bréfdúfur eru í eðli sínu mjög heimakærar og halda mikilli tryggð við sinn maka. Rögnvaldur fékk eitt sinn lánaða fullorðna kvenkyns dúfu frá félaga sínum til undaneldis. Hún fór aldrei út fyrir dúfnakofann, en sá bakgarðinn í þéttri byggðinni á Skólavörðuholtinu út um gluggann. Þar sem hún hafði tekið saman við karlfugl meðan á dvölinni stóð áleit hún þetta vera sitt rétta heimili eftir að henni var skilað. Hennar rétti eigandi sleppti dúfunni út í Mosfellsbæ og þegar hún hafði leitað í tvo daga var hún aftur komin í dúfnakofann hjá Rögnvaldi og búin að finna makann sinn. Rögnvaldur er með tæpar 100 dúfur og telst nokkuð stór á íslenskan mælikvarða. Hann segir nokkurn félagsskap fylgja ræktun og keppnum og eru 14 aðilar á suðvesturhorninu sem taka virkan þátt. Af þeim eru sjö sem eru álíka stórtækir og Rögnvaldur, en hinir eru nokkuð minni. Lengstu keppnir frá Langanesi Í keppnum er ekið með fugla frá nokkrum ræktendum í sérstökum kössum í annan landshluta, og sér sleppistjóri til þess að öllum sé sleppt samtímis. Lengstu keppnirnar byrja á Langanesi, en ekki er farið með fuglana út fyrir landsteinana. Þær dúfur sem fljúga aftur heim í dúfnakofann sinn á besta meðalhraðanum fara með sigur af hólmi. Keppnisfuglarnir eru með örmerki á fótunum og eru skannaðir um leið og þeir koma heim. Keppendur á suðvesturhorninu og Norðurlandinu taka ekki þátt í sömu keppnum, því það myndi þýða of mikinn mun á aðstæðum sem fuglarnir þurfa að glíma við. Keppt er í tveimur flokkum, þ.e. ungfuglar og eldri fuglar. Ekki eru sérstakir flokkar fyrir kynin – því karlar og kerlingar geta auðveldlega náð sama árangri. Fuglunum gengur best í keppnum fyrstu þrjú til fjögur ár lífsins. Eftir það eru þeir bestu nýttir til undaneldis og geta náð allt að fjórtán ára aldri. Á heimasíðu Bréfdúfnafélags Íslands er hægt að fylgjast með framgangi allra keppna, skoða eldri niðurstöður og kynna sér ræktendur og fuglana þeirra. Keppnistímabilið byrjar í apríl og er keppt um hverja helgi fram á haust. Rögnvaldur sigraði þrjár keppnir í sumar og var þriðji í stigakeppni til Íslandsmeistara. Einnig átti hann tvo bestu kvenkyns einstaklingana. Þjálfaðar á hverjum degi Mikil vinna fer í að þjálfa dúfurnar. Tvisvar á dag hleypir Rögnvaldur dúfunum svöngum út. Þær fljúga þá um nágrennið í einum hóp og þegar hann gefur hljóðmerki vita dúfurnar að þær geta snúið heim og fengið mat. Rögnvaldur fer oft með dúfurnar lengra í burtu til þess að þær læri að þekka kennileitin í landinu og verði fljótari að rata heim. Þær fylgja oft vegum, rafmagnslínum, hitaveitulögnum og öðrum áberandi einkennum í landslaginu. Rögnvaldur segist búa vel að því að vera í nágrenni við Hallgrímskirkju, sem hann telur að dúfurnar geti séð úr mikilli fjarlægð. Hvort kyn á sinn klefann í dúfnakofum, en fyrir keppnir hleypir Rögnvaldur þeim á sameiginlegt svæði og gefur þeim færi á að makast. Eins og áður segir eru þær mjög tryggar sínum maka og parast fyrir lífstíð. Þetta gerir það að verkum að þegar dúfunum er sleppt í keppnum eru þær ólmar í að komast heim sem fyrst, þar sem þær vita að þær eiga von á góðu. Hann getur keppt með bæði kynin á sama tíma svo lengi sem þær eru fluttar á upphafsstaðinn í sitt hvorum kassanum. Hvetur fleiri til að taka þátt Rögnvaldur segir að þetta sé mjög skemmtilegt áhugamál og hvetur flesta til að taka þátt. Félagið veitir öllum nýliðum góðan stuðning og myndi hjálpa til við að velja unga undan fuglum sem hafa náð góðum árangri í keppnum. Rögnvaldur segir mikla speki á bakvið fóðrunina og er hann með þrjár mismunandi samsetningar. Viðhaldsfóðrið sem nýtt er yfir veturinn inniheldur mikið bygg, maís og sólblómafræ. Varpfóðrið hefur að geyma próteinríkar hnetur og baunir. Orkufóðrið, sem notað er fyrir keppnir, inniheldur baunir, hrísgrjón, hampfræ o.fl. Hver fugl borðar 25 grömm á dag. Svo heppilega vill til að einn af félögunum í Bréfdúfnafélaginu rekur heildsölu og sér um inn­ flutning á dúfnafóðri. Samanborið við útlönd, þá er Bréfdúfnafélagið mjög fámennur félagsskapur. Í Belgíu eru til að mynda 3.000 ræktendur. Hérlendis er ræktunin aðallega áhugamennska og litlir fjármunir í spilunum. Á meginlandi Evrópu og í Asíu er rík hefð fyrir kappflugi og er oft mikið í húfi fjárhagslega – bæði þar sem fólk veðjar á úrslitin og eigendur bestu dúfnanna fá verðlaunafé. Þess vegna er mikið lagt upp úr ræktunarstarfi og geta dýrustu fuglarnir til undaneldis selst á 50­60 milljónir króna úti í Evrópu. Eitthvað er um að innlendir ræktendur kaupi og selji fugla sín á milli og geta bestu fuglarnir selst á nokkur hundruð þúsund krónur. Rögnvaldur Guðmundsson er einn stærsti ræktandi bréfdúfna á landinu. Hér heldur hann á einni af sinni verðmætustu dúfu, sem náði besta árangri karlkyns einstaklinga hjá honum í ár. Myndir / ÁL Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Karlkyns keppnisdúfur. Hver á sitt hólf og þegar þeim er sleppt í keppnum vilja þeir ólmir komast aftur á óðalið því þeir vita að þeir munu eiga ástarfund við heimkomu. Dúfnakofi á Skólavörðuholtinu. Oft eru þessar byggingar kallaðar keppnisloft, þar sem ræktun fór gjarnan fram í risum húsa áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.