Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 8

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 8
vinnugrein, sem fcert geti þjóðinni drjúgar gjaldeyristekjur þegar fram liði stundir. Ahugi fyrir þessari grein hefur farið mjög vaxandi d síðari árum, eink- um fyrir frumkvœði stangveiðimanna. Þeir hafa að sönnu fyrst og fremst verið að liugsa um það, að rœkta vatnafiska sér sjdlfum til áncegju við sportveiði, og þeirn hefur sem kunnugt er verið litið gefið um þá hugmynd, að nota islenzk- ar dr og veiðivötn sem „agn“ fyrir út- lendinga og ekki talið að þœr gjaldeyris- tekjur, sem aflað yrði með þeim hætti. svöruðu nándar ncerri til þeirra óbeinu verðmæta, sem látin væru af hendi með því að svipta landsmenn sjdlfa dnægj- unni af að veiða í ánurn,, En ræktunar- áhuginn hefur breiðzt út og fengið við- tœkari tilgang en að ala upp lax og sil- ung aðeins til sportveiði, eins og að framan getur. Eins og frá var sagt i síðasta hefti Veiðimannsins, hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur nú tekið við rekstri eldis- stöðvarinnar við Elliðaár til 10 dra. Af þvi tilefni dkvað stjórn félagsins að þetta tölublað ritsins skyldi sérstaklega helgað klak- og rœktunarmálum. Klak- stöðin við Elliðaár var um, langt árabil eina fiskrœktarstöð landsins, og þangað má að ýmsu leyti rekja þau áhrif, er vakið hafa þann almenna áhuga, sem nú er vaknaður fyrir fiskrœkt. Þess hef- ur áður verið að nokkru getið hér í rit- inu, að þegar fyrir siðustu aldamót. höfðu menn komið auga á nauðsyn þess, að bæta cínum að nokkru upp með klaki þann þunga skatt, sem á þær var lagður með rányrkjunni, sem þá tiðkaðist, en átti þó eftir að magnast á þessari öld með tilkomu nýrra og stórtækari veiðivéla. Árni Thorsteinsson landfógeti ritaði ár- ið ÍSSI langa grein í Timarit hins ís- lenzka bókmenntafélags um fiskrcekt, og má eflaust rekja til forgöngu hans, að Alþingi veitti árið 1883 nokkurt fé til þess að fenginn yrði hingað til lands erlerulur maður, sérfróður í fiskrækt, til þess að kenna fiskaeldi. Tryggvi Gunn- arsson fékk hingað einn lærðasta fiski- fræðing Dana, á þeim tíma, Arthur Feddersen. Kom hann fyrst til Aust- fjarða og ferðaðist svo viða, bceði norð- anlands og sunnan. M. a. dvaldi hann um hrið á Reynivöllum í Kjós, til þess að undirbúa þar laxaeldi, en prestur- inn par, séra Þorkell Bjarnason, var mikill áhugamaður um þessi mál og hélt. tilraununum áfram um nokkurt skeið með talsverðum árangri. Einnig var reynt urriðaklak á Þingvöllum og einhverju af laxaseiðum slepþt i Oxará, og veitti þá þingið nokkurn styrk til starfseminnar, en hætti þvi svo fljót- lega. Um sama leyti var stofnað lax- ræktarfélag í Dölum vestur, og fékk það einnig nokkurn styrk frá Alþingi, en stutt, og þar með lögðust fiskræktart.il- raunir að mestu niður um skeið. Áhugi fyrir málinu var þó alltaf til, þótt getan til framkvæmda vœri litil, og vera md að einhverjar tilraunir hafi verið gerðar, sem Veiðimanninum er ekki kunnugt um. En nokkru eftir alda- mótin hóf Árni bóndi i Alviðru laxa- klak úr Sogslaxi og hélt þvi lengi áfram. Var m. a. fengið hjá honum klak, sem látið var í Elliðaárnar, og er lax af þeim stofni þar enn. Arni i Alviðru var mik- ill áhugamaður um fiskrækt og mun 9 Vetðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.