Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 11
Ekki er óeðlilegt þótt bjartsýnar óskir
SVFR í sambandi við yfirtökuna stæðu
ögn í borgarstjórnarmönnum og þá sér-
staklega þeim, sem mestu ástfóstri liöfðu
tekið við stöðina og mesta vinnu lagt
fram við uppbyggingu hennar.
En stjórn SVFR naut þess nú, eins og
svo oft áður, að hér er um að ræða fé-
lagsskap áhugamanna, en ekki gróða-
eða fjárplógsstarfsemi. Flefur það langa
tíð verið aðal markmið félagsins, að fyr-
ir hvern einn fisk, sem veiddur er, komi
a. m. k. 2—3 í ána aftur fyrir tilverkn-
að fiskræktar, og væri ánægjulegt ef
SVFR. ætti eins margar milljónir króna
í sjóði og það er búið að setja af seiðum
í leiguár félagsins á undanförnum árum.
Enda er viðurkennt af öllum, að þær ár,
sem félagið hefur haft lengi á leigu, eru
stórum árvissari og öruggari en flestar
aðrar faxár landsins.
Stjórn SVFR hefur þegar skipað rekstr-
arráð fyrir stöðina, en þar er að sjálf-
sögðu í forsæti, félagi okkar Ingólfur
Ágústsson sá, sem mest allra manna hef-
ur unnið að málum eldisstöðvarinnar á
undanförnum árum. Með honum eru
þeir Þórður Þorbjarnarson efnafræðing-
ur,Unnsteinn Stefánsson fiskifræðingur
og úr stjórn fél. Guðmundur Hjaltason,
sem flestir félagsmenn þekkja fyrir störf
hans í klakmálum félagsins. Bindur
stjórnin miklar vonir við störf þessara
manna og veit þá vandanum vaxna.
í lok þessa spjalls vil ég þakka borg-
arstjóranum í Reykjavík, Geir Hall-
grímssyni, fyrir óbrigðulan stuðning hans
í þessu máli, því án hans vefvildar og
skilnings væri þetta mál ekki komið far-
sællega í höfn. Mörgum öðrum, sem
einnig lögðu hönd á plóginn, ber einn-
ig að þakka.
Það orkar ekki tvímælis, að hér er
um að ræða málefni, sem varðar miklu
um alla framtíð SVFR. og félagsmenn fá
hér einstakt tækifæri til að sýna, hvað í
hverjum og einum býr.
Agnar Kofoed-Hansen.
VEIÐIMENN !
í verzlumim um allt land býður Sportvörugerðin
yður: HERCON STENGURNAR og MICHELL
HJÓLIN VÍÐFRÆGU, ásamt ódýrari stöngum og
hjólum. Einnig úrval af
LAXA- og SILUNGAFLUGUM,
þar á meðal hár- og straumflugur. — Hverskonar
útbúnaður til stangaveiði og viðlegu, til dæmis
bússur, vöðlur, tjöld, svefnpokar, „labb-rabb“-
ferðaútvarpstæki o. fl. o. fl.
SPORTVÖRUGERÐIN
Halldór Erlendsson, Mávahlið 41. Simi 183 82.
Veiðimaðurinn
5