Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 16
lega afkomu eldisstöðvarinnar. Vegna
velvilja borgaryfirvalda Reykjavíkur
verður eldishúsið, með núverandi bún-
aði sínum, ekki þungur baggi á rekstr-
inum en annar kostnaður er allmikill,
vinnulaun, fóðurkostnaður o.fl. Tekju-
stofnar eru hinsvegar óvissir ennþá og
fara mjög eftir árangri í eldinu. Undan-
farin ár liefir klaksjóðsgjald af veiðileyf-
um runnið til að greiða gangverð fyrir
samningsbundin seiði, sem klakið hefir
verið í klakhúsi félagsins. Fyrir mikið og
gott sjálfboðaliðastarf klaknefndarmanna
hefir þessi seiðaframleiðsla verið út-
gjaldalítil og í klaksjóð liefir þannig safn-
ast yfir ein milljón króna. Til að hrinda í
framkvæmd nauðsynlegum endurbótum
og afkastaaukningu til að tryggja rekstur-
inn, þarf þó meira fé og vinnu. Væntir
stjórnin þess að aðrir félagsmenn láti sitt
ekki eftir liggja þegar að því kemur.
Vænta má einhverra tekna af seiðasölu
en þó fyrst og fremst af veiðiaukningu,
sem gæfi tekjur með veiðileyfasölu. Eftir
þeim tekjum þarf þó að bíða frá því að
lrrogn eru tekin og þar til að laxinn fer
að ganga aftur úr sjó, eða nokkur ár. Er
því fyrirsjáanlegt að allmikið fé þarf til
rekstursins fyrstu árin. Enn er sá mögu-
leiki til tekjuöflunar og jafnframt til að
tryggja jafna og góða veiði í ám, að
sleppa nreira seiðamagni en ráðgert er að
veiðist aftur á stöng og taka það, sem
umfram kann að ganga, til slátrunar.
SVFR tók við rekstri eldisstöðvarinnar
12. júlí s.l. í haust verður fullsett í hana
af ársgömlum seiðunr og seiðum frá í vor
af stofni Laxár í Kjós og Leirvogsár.
Ennfremur verða klakhúsin við Stokka-
læk og við Elliðaárnar fyllt af hrognum,
10
Guðmundiir Bang.
en þau rúma á aðra milljón hrogna, í
því trausti að hægt verði að reka eldis-
stöðina af fullum krafti með samstilltu
átaki félagsmanna.
Við stöðina starfar nú einn fastráðinn
maður, Guðmundur Bang, sem annast
hefir eldisstöðina undanfarin ár fyrir
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Stiklað hef-
ir verið hér á stóru, en ætlunin er að
verja framvegis nokkru rúmi í blaðinu
fyrir fréttir og fræðslu unr fiskekli og
fiskrækt.
Stjórn SVFR.
Sforsíbumyndin.
Myndin á kápunni er frá Elliðaáhum. Séi pai
upp að Artúni og eldishúsinu. — Ljósm. B. H.
Veiðimadurin.n