Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 17
STEINGRÍMUR JÓNSSON:
Laxveiði og fiskrœkt í Elliðadnum.
Inngangur.
Elliðaárnar hafa frá öndverðu verið
niiklar laxveiðiár, að tiltölu við vatns-
magnið einhverjar hinar mestu, þótt
leitað sé til annara landa einnig. Fyrr
á öldum áttu ýmis góðbýli ítök í veið-
ununr og Viðeyjarklaustur að sjálfsögðu
mikinn hlut lengi. En svo kom að því,
að konungsvaldið ágirntist veiðina og
eignaðist veiðiréttinn allan. Nutu inn-
réttingar Skúla fógeta góðs af þvi á sín-
um tírna. En svo virðist sem arður þessa
veiðiréttár hafi orðið nrinni en vænta
mátti og lét því konungur hann af hendi
unr miðja 19. öld við jarðeigendur.
Þannig keypti Ditlev Thomsen kaupnrað-
ur eldri, er var eigandi að jörðunum Bú-
stöðum og Ártúni, veiðiréttindi þessara
jarða af konungi, Friðriki 7., árið 1853,
fyrir 1250 ríkisbankadali, úr Elliðaárvogi
frá Gelgjutanga og þar yfir voginn, upp
eftir ánum að Skorarhylsfossi eða Stóra
Fossi, en landamærin nrillí Ártúns og Ár-
bæjar lágu þar þvert yfir ofanvert í Ár-
túnshólnra. Benedikt Sveinsson sýslu-
nraður að Elliðavatni, sem átti jarðirnar
fyrir ofan, Árbæ, Vatnsenda, Elliðavatn
o.fl. hefur einnig fengið veiðirétt þeirra
aftur frá konungi, því erfingjar lrans selja
réttinn Englendingi H. A. Payne árið
1900 og ábyrgjast að þar sé einnig með
veiðiréttindi þau, sem jarðirnar Breið-
holt og Grafarholt kunni að hafa átt í
Elliðaánum.
En Thomsen kaupmaður hélt því hins-
vegar frarn, að hann hefði eignast allan
veiðirétt í Elliðaánum frá konungi, lét
þvergirða árnar neðarlega og nýtti veið-
ina sem mest hann mátti. Út af þessu
spunnust deilur nriklar frá jarðeigendum
ofar við árnar og málaferli, sem lesa má
um í sögu Reykjavíkur og víðar. Þegar
Thomsen sá sitt óvænna í málaferlunum,
bauð hann Reykjavíkurbæ forkaupsrétt
jarða sinna með veiðirétti, fyrst árið 1885
og aftur 1890,, en bæjarstjórn hafnaði í
ba:ði skipti. Síðara árið sekli Thomsen
Englendingi að nafni Harry Alfred
Payne friðdómara, sem fyrr var nefnd-
Veiðimaðurinn
11