Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 25
dreng sæmdi, orðalag sem var frá Eng-
lendingum kornið.
Afnot veiðimannahúsanna fylgdi með
í veiðileigunni framan af, með húsgögn-
um og búsáhöldum frá tíð M. A. Payne.
Fylgdi langur listi yfir þessa muni með
samningnum. Þetta breyttist síðar, þegar
bílarnir komu. Féllu þá afnot húsanna
burtu úr samningum. Bærinn seldi hús-
munina og og tók að leigja veiðimanna-
húsin sérstaklega til sumardvalar. Eitt
húsanna við árósinn var þó notað Jianda
vörzlumanni.
Árið 1925 fól Ziemsen borgarstjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur eftirlit með
veiðinni í Elliðaánum. Var þá í fyrsíu
hafður sami háttur á og verið hafði. Ár-
leg útboð fyrri hluta ársins og nýir samn-
ingar hverju sinni. Þá voru aðeins leyfð-
ar tvær stengur í senn allan veiðitím-
ann, og komst þá sá siður á, að tveir
menn voru saman um stöng, svo sem
tíðkast hafði nokkuð áður og veiðimenn
höfðu fasta vikulega allt veiðitímabilið,
þannig að 28 menn komust að veiðinni
fyrir utan gesti, sem þeir buðu með sér.
í eftirfarandi 3. töflu er sýnd veiðin
og leigjendur veiðinnar árin 1925—’31.
Eftir 1931 var útboðum hætt og sam-
ið við Stangaveiðifélag Reykjavíkur um
veiðina fyrst til þriggja ára í senn, en síð-
ar til lengri tíma. Var jafnframt til þess
ætlast, að Stangaveiðifélagið sæi um út-
hlutun veiðidaga þannig, að sem flestir
veiðimenn gætu komist að til veiða í
Elliðaánum, þótt urn skamman tíma yrði
hjá hverjum einum.
3. TAFLA. — STANGAVEIÐIN 1925 - 1931.
Veið'i
Ár tala þyngd leiga
laxa kg. kr.
1925 1178 3710 6000
1926 1787 3906 7200
1927 1747 4377 4000
1928 884 2023 5400
1929 1194 2995 5525
1930 1160 2661 3500
1931 965 1694 3500
Meðaltal
7 ára 1245 3052
Þegar verðlag fór að breytast eftir 1941
ákvað borgarráð leiguna um hvert samn-
ingstímabil og stillti henni fremur í hóf,
en elti ekki það kapphlaup um hámarks-
verð á veiðileigu, sem orðið hafði mjög
vart við hin síðustu árin.
Leigjandi meðal þyngd Leiga
kg. kr/kg
Lúðvík Lárusson 3,15 1,62
Stangaveiðifélagið 2,19 1,84
— 2,50 1,05
Lúðvík Lárusson 2,29 2,67
Pétur Hoffmann 2,50 1,85
Stangveiðifélagið 2,30 1,32
— 2,22 2,06
Stangaveiðin á árunum 1936—1952 er
sýnd hér í 4. töflu, skipt niður á veiði-
svæðin tvö.
Þegar heildartölurnar samkv. 1. og 2.
dálki eru dregnar upp á línurit er ljóst
að veiðin er fremur dvínandi á árunum
19
VEIOIMAOUR'NN