Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 28
Spurn fór vaxandi. Einu sinni var selt til útlanda. Það kom pöntun frá Skot- landi um seiði til að láta í á í Norður- Irlandi, sem orðin var laxlaus. Afgangur seiðanna, sem ekki var seldur, var látinn í Elliðaárnar. Gat það verið 150—500 þúsund seiði árlega, sem látin voru í árnar á ýmsum stöðum á hverju vori. Á árunum 1937—39 rannsakaði At- vinnudeild Háskólans laxagönguna í Ell- iðaánum, undir stjórn Árna Friðriksson- ar fiskifræðings. Hóf hann þar merkingar og athuganir á lífsskilyrðum fiskjar í ánum. Gaf Atvinnudeildin út skýrslu um þessar rannsóknir 1940. Er þar kom- i/t að þeirri niðurstöðu, að klakið hafi viðhaldið stofninum í ánum, sem ella liefði mátt búast við að skerðast myndi verulega við vaxandi orkuvinnslu þar. Er þá ekki aðeins átt við klakið frá 1932, heldur og seiðaflutninginn frá Alviðru um 10 ár þar á undan. Auk þess var ávallt nokkuð náttúrlegt klak í án- um alla tíð, frá þeim laxi, sem dvaldi vetrarlangt í ánum, enda þótt hann gæti ekki gengið að neinu ráði upp fyrir Ell- iðavatnsstíflu eftir 1926. Veiðin í klakið hefur alla tíð farið fram á frumstæðan hátt, með ádræíti að loknum laxveiðitímanum. Er þá byrjað á neðra veiðisvæðinu, einkum í Móhyljunum neðan aflstöðva. Hafa á því svæði náðst laxar svo hundruðum skifti, enda þótt stangaveiðimenn hafi talið víst, að þar væri enginn lax eftir, hann myndi vera genginn upp fyrir. Mætti gizka á að veiðin á neðra svæð- inu væri varla meiri en 50 hundr- aðshlutar eða að jafnmikið væri eftir á neðra svæðinu og þar hefði veiðzt. Lax, sem þannig er veiddur með á- drætti til klaks, er skilinn, hrygnur frá hængum og geymdur í kistum á ýms- um hentugum stöðum í ánum, þar til að hrygningu kemur síðar á hausti, oft- ast nálægt miðjum nóvember-mánuði. Veiðin í klakið fyrstu 20 árin er sýnd í 5. töflu. Hrognaljöldinn er mældur í lítrum og talinu 10.000 í lítra. Þar er og sýndur árangur klaksins þ. e. seiða- fjöldi, sem fengizt hefur úr hrognun- um. Sýnir hann yfirleitt góðan árang- ur, nema eitt árið, 1938. Þá fékkst ekki nema um þriðjungur hrognanna út úr klakinu. Má vera að frost um hrygn- ingatímann hafi valdið þar nokkru um við þau frumstæðu skilyrði, sem við var búið. Að lokinni hrygningu er lax- inn merktur og látinn aftur í ána. Af 5. töflu má sjá að til jafnaðar hef- ur þurft 203 hrygnur til að fá 902.000 hrogn. Fást þá sem næst 4500 hrogn úr hverri hrygnu. Kemur það heim við þá tölu, að hrygnan hafi jafn mörg þúsund hrogn sem hún vegur pund. Veitt var til jafnaðar 533 hængar og hrygnur. Svarar það til að þurfa muni 700 hænga og hrygnur þessarar stærðar til klaks á mill- jón seiðum, miðað við 85% afköst klak- stöðvar. Stórflóð i Elliðannum 1962. 22 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.