Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 44
Þversnið nf eldisþró.
myndar hvítleita útfellingu, sem leysist
upp og berst með klakvatninu yfir hrogn-
in og lokar þeim, þannig að eðlileg
þróun þeirra stöðvast og hrognin eyði-
leggjast. Hér var um hrapalleg mistök
í efnisvali að ræða, sem urðu þess vald-
andi, að skáparnir eru ónothæfir. En það
er sannfæring mín, að klakskápar af sömu
gerð, og hér er um að ræða, en smíðaðir
úr ryðfríu stáli og trefjaplasti, séu jafn-
öruggir og klakstokkar.
I klaksalinn verða nú settir upp klak-
stokkar með 20 klakbökkum, sem rúma
um 150 þúsund hrogn. Klakvatnið verð-
ur hitað upp í 7—8° c til að stytta klak-
tímann, þannig að byrjunareldi geti haf-
ist í apríl.
I klaksalnum hefur verið komið fyrir
12 eldiskerjum fyrir byrjunareldi. Eldis-
kerin eru 60x60 cm að innanmáli, eða
0,36 m2 hvert. Þessi eldisker má nota til
að stytta klaktímann, með því að taka
augnhrogn úr 4°c heitu klakvatni og
flytja yfir í kerin og ljúka klakinu þar
við 7—8°c vatnshita. Seiðunum er svo
haldið í þessum kerjum í 3—4 vikur og
þar hefst byrjunareldi við um 8° c vatns-
hita. Þegar seiðin hafa náð tökum á
fóðrinu má hækka vatnshitann upp í 12
— 13°c á tiltölulega skömmum tíma, en
við það hitastig dafna seiðin bezt. A
sama hátt má taka kviðpokaseiði í byrj-
unareldi í þessi ker, en gæta verður
38
þess, að eldisvatnið sé sem næst við sama
hitastig og klakvatnið, sem seiðin flytjast
frá. Kviðpokaseiði virðast vera mjög við-
kvæm fyrir snöggum hitabreytingum,
sem geta leitt til afdrifaríkra dauðsfalla
og vanþroska á seiðunum.
I eldiskerjum af þessari stærð má halda
5—8000 seiðum í byrjunareldi alltað 3—4
vikur. Kerin henta vel að því leyti, að
auðvelt er að fylgjast með þroska seið-
anna ogdauðsföllum, en eldið krefst mik-
illar nákvæmni í fóðurgjöf og umhirðu.
Byrjunareldi er eitt af mikilsverðustu
þáttum í rekstri eldisstöðva og undir-
staða að góðum árangri. Þess vegna ber
að sinna því með sérstakri ástundun og
vandvirkni.
I eldissalnum, sem er 147 m2 að flatar-
máli, eru 9 steinsteyptar þrær 3X-8 m að
innanmáli. Eldisrýmið er sem næst 80
m2. Á meðfylgjandi mynd er grunnmynd
og þversnið af eldisþró með aðrennsli- og
frárennslistokkum.
Þrærnar eru steyptar um stálmót og
sérstaklega vandað til steypunnar, þann-
íq; að vegmr og botn er með sléttri áferð
og án steypugalla. Þrærnar eru málaðar
að innan með botnmálningu, sem ver
gróðurmyndun, en það er mjög mikil-
vægt og auðveldar sjálfhreinsun á hvers
konar óhreinindum, er lterast í þrærnar.
Vatnið er leitt frá aðrennslisstokk í
hverja þró um þrjá 1 14" rörbúta. Þróar-
megin eru skrúfaðir á rörbútana deyf-
arar sem má hagræða fyrir hentugustu
vatnsdreifingu.
Frárennsli er úr miðri þró um rist,
sem er hringlaga og um 50 cm í þvermál.
Grófleiki ristarinnar er valinn með tilliti
til seiðastærða og er venja að skipta um
Veiðimaburinn