Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 45

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 45
Eldisbrar i eldishúsinu. Sjálfvirkur fóðrari sést neðst á myndinni. Ljósm.: Oddur H. Þorleifsson. rist við talningu og flokkun á seiðum. Undir ristinni er skál og frá henni 3" rör, sem liggur yfir í frárennslisstokk. Vatnsstreyminu um þrærnar er stjórn- að af vatnshæð í aðrennslisstokk, en vatnshæðinni í þrónunr af halla á frá- rennslisröri í frárennslisstokk. í hverri þró má halda allt að 3000 gönguseiðum (25—30 gr), eða samtals í 9 þróum eldishússins 27000 gönguseið- um. Þessi ásetning er í efri mörkum þeirrar ásetningar í eidisþrær, sem ráðlagt er, eftir reynslu erlendis, en hún getur gengið við góð vatnsskilyrði og hóflegan vaxtarhraða hjá seiðunum. Við fyrstu tilraun á eldi kviðpokaseiða í eldisþrónum varð ljóst að þær hent- uðu ekki vel fyrir byrjunareldi. Seiðin þroskuðust seint, og örðugt var að haldá þrónum hreinum vegna takmarkaðs rennslis um þær. Þetta leiddi til þess, að sett voru upp 6 plastker undir suðurvegg eldishússins. Eitt kerið er 2x2 m, en hin hringlaga með 2 m. innanmáli. Eldis- rými plastkerjanna er sem næst 20 m2, og þar má halda allt að 50—60.000 seiðnm í eldi upp í 2 gr. seiðaþunga. Upphaf- lega vöru kerin sett upp fyrir sumareldi, en brátt var ljóst að hentugt var að nota þau einnig fyrir vetrareldi og byggt yfir þau með báruplasti á röragrind. Eldisrými innanhús, þ. e. a. s. í steypt- um þróm í eldissal og plastkerum í við- byggingu er um 100 m2, en eldisrýmið má auka um 40—52 m2 með 2x2 m plast- kerjum, sem koma má fyrir yfir steyptu þrónum. T eldishúsinu er rúmgott fóðurher- Veipimaðurinn 39

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.