Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 6
árin á undan, sem byggist á því, að á þessum áratug komu fimm léleg á í röð (1980-1984), en á þeim fyrri komu fimm ár í röð (1975-1979) án þess að veiðin dytti niður. Aftur á móti er meðalveiðin fimm s.l. ár, að meðtöldu því, sem nú er að Ijúka, yfir meðalveiðinni s.l. tuttuguár. Það er þvíekki ástceða til að örvcenta, eins og sumir hafa gert eftir þetta sumar. Einstök ár segja okkur lítið um þróunina í laxveiðum okkar. Sveiflurnar í laxagöngum og veiði hafa hingað til einkum verið skýrðar með misjöfnu árferði. Vorkuldar hafa skapað óhagstceð skilyrði fyrir laxaseiðin, þegar þau eru að ganga til sjávar. Nú var því ekki til að dreifa, því að vorið 1988 voru skilyrðin góð fyrir seiðin, sem þá gengu til sjávar og áttu að skila sér sem smálax í árnar á þessu sumri. Athyglin hefur því beinzt að dvöl laxins í hafinu. Við höfum til skamms tíma tekið það sem sjálfsagðan hlut, að laxinn lifði þar í vellystingum, svo að hann mcetti stcekka og fitna unz hann fyndi hvöt hjá sér til að ganga í ána, þar sem hann varð til og ólst upp sem seiði. Lélegar heimtur á laxi s. I. sumar sýna okkur, að þetta er engan veginn gefið mál. LJm þetta efni fjallar athyglisverð grein Arna Isakssonar veiðimálastjóra hér í blaðinu. En það er fleira, sem verið hefur ofarlega í hugum stangaveiðimanna að undanfömu. Virðisaukaskatturinn svokall- aði birtist fyrr á þessu ári úti við sjóndeildar- hringinn eins og dimmur skýjabólstri, og þegar kom fram í október varð Ijóst, að ótti stangaveiðimanna við þessa sendingu var ekki ástceðulaus. Stjórnvöld hugðust sem sé leggja 26% virðisaukaskattinn á veiðileyfin. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um það, hvaða áhrif slík hækkun á verði veiðileyfa, sem væntanlega kæmi í flestum tilfellum til viðbótar hinum hefðbundnu hækkunum milli ára, hefði á sölu þeirra. Hún myndi dragast stórlega saman, og einkum væri það hinn ,,óbreytti“ stanga- veiðimaður, sem þetta bitnaði á. Aftur á móti mætti búast við því, að veiðileyfakaup fyrirtækja, sem skrifa allan kostnaðinn á rekstrarreikninginn, færu jafnvel vaxandi með þessari nýju skattheimtu, því að úr meira væri að moða vegna minnkandi eftirspurnar frá öðrum. Einnig er sennilegt, að erlendir veiðimenn létu hér meira að sér kveða, því að ætlunin var að undanskilja þá hinni nýju skattheimtu, svo undarlegt sem það nú kann að hljóma. Talsmenn stangaveiðimanna og veiðiréttareigenda brugðust hart við þessari aðför að hagsmunum þeirra og gerðu m.a. alþingis- mönnum grein fyrir því ástandi, sem hér myndi skapast, ef af þessari skattheimtu yrði. Svo fór, að ekki reyndist vera meirihluti á þingi fyrir því, að leggja virðisaukaskatt á veiðileyfi, og þegar þetta er skrifað, er ekki annað að sjá en að þetta vandræðamál sé úr sögunni. Fleiri athyglisverð mál, sem einkum snerta stangaveiðimenn og veiðibændur, hafa verið á döfinni í haust, og má þar sérstaklega nefna aðgerðir til aðfá keyptan úthafsveiði- kvóta þann af laxi, sem Færeyingum og Grænlendingum hefur verið úthlutaður ár hvert. Orri Vigfússon hefur haft forgöngu í þessu máli. Hann hefur unnið ötullega að því að afla hugmyndum sínum fylgis, jafnt utanlands sem innan. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu fundust nokkur íslenzk merki í laxi, sem Færeyingar veiddu á síðastliðnum vetri. Telur Orri, að veiðar Færeyinga og Grænlendinga taki stóran toll af tslenzka laxastofninum. Um þetta eru sem fyrr skiptar skoðanir. En hvað sem því líður, á Orri þakkir skilið fyrir frumkvæði sitt til að fá þessar veiðar afnumdar, því að laxveiði í sjó er og hefur verið eitur í beinum allra þeirra, sem láta 4 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.