Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 7
sig íslenzka laxastofninn varða. Orri gerir
nánari grein hér í blaðinu fyrir skoðunum
sínum og aðgerðum í þessu máli.
Aðalfundur Landssambands stangaveiði-
félaga, sem haldinn var í Munaðamesi í
byrjun nóvember, var hin ágcetasta
samkoma, svo sem verið hefur nú um alllangt
skeið. Þar er jafnan tekið á þeim málum,
sem efst eru á baugi hverju sinni og varða
laxveiðimál okkar. Til forustu í þessum
samtökum hafa alla tíð valizt hinir mcetustu
menn, sem af brennandi áhuga og með
glöðu geði hafa fórnað málefnum íslenzkra
stangaveiðimanna stóran hluta af
frístundum sínum, ogjafnvel vinnutíma,
hafi þeir verið í þeirri aðstöðu að geta ráðið
sínum tíma sjálfir. Einn þessarra manna er
Rafn Hafnfjörð, sem nú hefur að eigin ósk
látið af formennsku í landssambandinu
eftir þriggja ára gifturíkt starf. Rafn hefur
unnið ötullega að hagsmunum okkar
stangaveiðimanna. Hann hefur einnig beitt
sér fyrir auknu samstarfi við Veiðimála-
stofnun og Landssamband veiðifélaga,
enda fara hagsmunir þessarra aðila og
stangaveiðimanna saman í flestum málum.
Nýjasta dcemið um það er eftirlit með
ólöglegum netaveiðum með ströndum
landsins, sem mjög hafa verið til umrceðu
að undanförnu og Böðvar Sigvaldason
formaður Landssambands veiðifélaga gerir
góð skil í þessu blaði.
Veiðimaðurinn vill nota þetta tcekifceri
til að flytja Rafni Hafnfjörð beztu þakkir
fyrir unnin störf í þágu okkar stangaveiði-
manna, um leið og sú ósk er látin í Ijós,
að við megum áfram njóta dugnaðar hans og
reynslu. Jafnframt er Gretti Gunnlaugssyni
óskað heilla í starfi, er hann hefur nú tekið
við formennsku í Landssambandi stanga-
veiðifélaga.
Hér var í upphafi minnzt á ,,sumarið
sem brást“ og reynt að sýna fram á, að það
var spáin sem brást og þcer vcentingar, sem
hún og mikil veiði á fyrra ári höfðu skapað,
en sumarið hafi í rauninni verið ósköp
venjulegt laxveiðisumar ef litið er á
veiðitölur.
Og nú er kominn sá tími, þegar við
stangaveiðimenn hcettum að hugsa mest
um síðasta sumar, því að einmitt þegar
skammdegið er hvað dimmast beinist
hugurinn að komandi sumri og öllum laxa-
cevintýrunum, sem bíða okkar. Hjá okkur er
því strax tekið að birta.
Veiðimaðurinn sendir öllum lesendum
sínum og öðrum landsmönnum beztu óskir
um
Gleðileg jól og farscelt komandi ár.
M.Ó.
VEIÐIMAÐURINN
5