Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 10
Svo er til allrar hamingju ekki og einn af þeim dögum sem mun ekki líða mér úr minni er 9. september 1988. Sandá í Þistilfírði. Töfraorð í mínum huga. Sögur af risalöxum og staðfestar skýrslur af óvanalegri meðalþyngd höfðu með árunum gert það að verkum að ein af mínum heitustu óskum var að komast þar til veiða. Óskin rættist haustið 1988. Fullir eftirvæntingar héldum við þrír félagarnir, auk mín Sveinbjörn Jónsson og Sigursveinn Magnússon, austur á bóginn til fundar við þetta margrómaða vatnsfall. Það var ekki frítt við smá handskjálfta hjá mér þegar við ókum fram á hæðina við Bjarnadalshylinn rétt fyrir neðan veiði- húsið. Af minni eðlislægu bjartsýni átti ég allt eins von á því að sjá einn af stærri gerð- inni renna sér. Við virtum fyrir okkur drjúga stund þennan glæsilega veiðistað, biðum í ofvæni eftir hreyfíngu og sjá!: Fast við vesturlandið stökk fagurlega ný- runninn lax, sjálfsagt ein fimm til sex pund. Við héldum upp í veiðihús. Sandá er tvímælalaust eitt fegursta vatnsfall sem ég hef komið að. Veiðisvæðið frá ósi inn að ófærum fossi er stutt, en þétt- setið af kynngimögnuðum veiðistöðum. Það var þó varla liðinn sólarhringurinn frá komu okkar, þar til ég hafði eignast minn uppáhaldshyl og ekki að ástæðulausu. Að morgni annars dags vöknuðum við í seinna lagi. Sól skein í heiði og sölnuð strá- in bærðust ekki í logninu. I flýti var tekinn til morgunverður og á meðan við vorum að koma honum í okkur var samið um skipt- ingu á svæðum: Þeir færu saman inn að fossi og veiddu sig niður að brú, en ég færi á svæðið fyrir neðan brúna. A hlaðinu stóð jeppinn minn, tryggðar- tröll sem aldrei hafði misst úr snúning. Ég snaraði mér upp í hann og hugðist þeysa af stað. En viti menn, nú harðneitaði vinur- inn í gang. Eftir smástund vorum við allir þrír komnir undir vélarhlífína og gerðum það sem talið var mögulegt til að tjónka við kauða. En allt kom fyrir ekki. Hægt og bít- andi tæmdist út af rafgeyminum þar til þögnin ein ríkti. Þetta var þá geðsleg byrj- un á deginum eða hitt þó heldur. Samið var um nýja skiptingu. Félagar mínir skyldu halda eftir sem áður inn að fossi en ég skyldi rölta í hyljina næst veiði- húsinu. Ég átti ekki langa dvöl við Kofahylinn og Stekkjarhólanesið. Bjarnadalshylurinn var mér í fersku minni frá deginum áður og þangað hraðaði ég förinni. Síðustu skrefín gekk ég þó rólega og hafði ekki augun af hylnum. Skyndilega lyfti sér fiskur niður undir brotinu austanmegin, nálægt landi. Þetta var svo sannarlega ekki sá hinn sami og daginn áður, kolmórauður dólgur, sjálf- sagt um 20 pund. Varla var komin kyrrð á hylinn þegar 12 til 14 punda fískur stökk ofarlega, rétt austan við aðalstrenginn. Hann varð að bíða betri tíma. Þessir stóru laxar koma mér alltaf úr jafnvægi. Skjálfandi í hnjáliðunum og skraufþurr í kverkunum óð ég varlega út á klettasylluna sem liggur um fjóra metra út frá vesturlandinu. Ég reyndi að áætla kast- lengdina nákvæmlega. Það var nokkuð langt þarna yfír í austurlandið. En fyrsta kast heppnaðist ágætlega, tveggja tommu Ofsaboom-túpan lenti aðeins nokkra senti- metra frá austurbakkanum, sökk og kafaði silalega þvert yfir hylinn. Engin hreyfing. I annað sinn flaug túpan fast að hinu landinu og hóf ferðina í áttina til mín. En það ferðalag var stöðvað hressilega á miðri leið. Takan var djúpt og róleg og án þess að ég sæi örla á fiskinum varð ég strax sann- 8 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.