Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 15
Sturla Friðriksson
Veiðivargar
Að veiðitíma loknum á haustin hættir að
mestu umferð meðfram ánum og kyrrð
færist yfír hefðbundin veiðisvæði, sem
barin hafa verið og kembd með ýmsum
veiðarfærum sumarlangt. Silungslontur
og laxaseiði telja sig loksins óhult fyrir tál-
beitum og veiðivélum. Þau þurfa jafnvel
ekki lengur að óttast steypiárás ofan úr há-
loftunum, því krían er fyrir löngu horfin
suður í lönd. Ekki skyggir straumöndin
heldur lengur vatnsflötinn, því frávillings-
ungar, sem lengi höfðu haldið sig í nánd
við fossinn, hörfuðu til sjávar undan
síðasta haustflóðinu. Umhverfí árinnar
virðist því vera að leggjast í deyfð og
dvala.
Þar sem Laxfoss í Norðurá er yfír
tuttugu kílómetra frá sjó, er varla von á því,
að þangað venji margir strandbúar komur
sínar og lífgi þar með upp á einhæfni
haustmánaða við ána. Neðan frá sjó er ekki
að vænta neinna gesta úr flæðarmálinu og
þeim mun síður einhverra útskerjabúa.
Þess vegna mátti það furðu sæta og
teljast til tíðinda, þegar sá atburður gerðist
hinn 16. september á síðastliðnu hausti
1989, að all-framandi kumpánar birtust
við Laxfoss og tóku að veiða af miklu
kappi og sérstakri áfergju og brutu með
því allar góðar hefðir og gildar veiði-
reglur og bönn. Jafnvel gamalreynd sil-
ungsbranda, sem var öllum færahnútum
kunnug og hafði staðið af sér allar orma-
Dr. Sturla Friðriksson er náttúrufrœðingur
og hefur lálið umhvefismál til sín taka og
unnið að ýmsum vistfraðilegum rann-
sóknarverkefnum. Hann er veiðirétlar-
eigandi við Norðurá í Borgarfirði.
ginningar sumarsins, var nú upprifin á
augabragði. Breiða svarta skugga bar
snögglega yfír hylji og pytti og í einu vet-
fangi var búið að veiða þennan lífsreynda
smásilung án þess að hann kæmi við nokkr-
um vörnum. Sömu örlög hlutu margir
lagsbræður hans úr kvörninni. Ógnvekj-
VEIÐIMAÐURINN
13