Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 16
andi atlaga var þarna gerð að vatnabúum, sem voru að njóta hvíldarinnar eftir anna- tíma sumarsins. Sérþjálfaðar afætur, sem höfðu leikið þá list frá því í vor að kitla öngla maðkadorgara, voru nú allt í einu vaktar upp af værum blundi af aðgangs- hörðum hrekkjalómum og slungnum veiðivörgum. Þarna var um mjög óvæntan atburð að ræða, að fá svona framandi gest í veiðistöð, og það utan vertíðar. Þeir, sem voru staðnir þarna að veiðum á ólöglegum tíma, voru sem sagt hálfgerðir furðufuglar á þessum slóðum. Þarna voru á ferðinni tveir skarfar. Nánar tiltekið díla- skarfar, Phalacrocorax carbo. Þessir tveir úteyjafuglar, sem eftir venju eiga að tróna á skreipum skerjum og kafa þaðan eftir sjávarfíski, helst marhnúti og smáufsa, í ólgandi brimlöðrið, höfðu auðsjáanlega laðast að freyðandi fossinum og stungu sér nú án afláts í hyljina undir hvítri froðunni. Annar fuglinn hélt sig um tíma í Drottningarhylnum og leitaði þar síla, sem lágu á sundi upp undir bununni. Hver lota í köfun tók fuglinn rúmlega fimmtán sek- úndur í senn. Og eftir góða könnunarferð skaut hann upp dökkum kollinum í ljós- um beljandanum, til þess að ná lofti fyrir nýja veiðiferð niður í undirdjúpin. Hann svamlaði þarna um tíma í hringiðunni og vatt sér svo yfir í Klingenbergsholuna. Þar gerði hann margar atrennur og dembdi sér upp í stríðan strauminn. Að lokum kom hann upp með þokkalega væna veiði, silung sem kann að hafa verið um hálft pund að þyngd. Hann hagræddi spriklandi fiskinum í nefinu og sporðrenndi honum síðan greiðlega. Fyrst á eftir var fuglinn auðsjáanlega svolítið þungur á sér og nokkuð stirður til sunds eftir átið og brá sér því niður á klappirnar við Konungsstrenginn til þess að jafna sig og láta góðgætið kyrrast í maganum. Þangað kom einnig maki þessa skarfs, væntanlega til þess að skrafa um fengna veiði og nýjar veiðihorfur. Þeir sátu þarna skarfarnir stundarkorn og skegg- ræddu, snurfusuðu sig dálítið og viðruðu á sér hráblauta vængina. Þeir tjáðu sig með miklum tilburðum, breiddu út skankana, teygðu þá út í þetta óhemjustóra vænghaf, sennilega til þess að sýna aðdáendum, eins og veiðimanna er siður, hvað síðasti fiskur kynni að hafa verið stór. Klöppin var orðin hvít af driti, þegar þeir loks héldu af stað á ný. Annar þeirra renndi nú beint í Nikulás- arkerið, sem liggur neðan við laxastigann og er alfriðað svæði fyrir allri umferð og veiði. Braut hann með því öll boð og bönn og kafaði þar í algjöru heimildarleysi af áfergju og veiðibræði. A meðan sat hinn fuglinn á efra Skerinu ofan við Brotið. Þaðan gerði hann út á miðin upp í Gaflhyl eða út undir Eyrina. Þegar straumurinn bar þá of langt niður eftir ánni, lyftu þeir sér til flugs og færðu sig aftur upp undir fossinn eða jafnvel upp á lygnuna neðan Vaðsins. Þaðan lagði annar fuglinn í ferð upp á Hausinn, það er stærsta klettinn í fossinum, og lagðist þar mak- indalega sunnan við reynihríslu, sem vex þar frammi á snösinni. Tígulegt var að sjá fuglana á flugi með miklum vængjaburð- um líkt og skuggalega dreka bera við mjall- hvítan fossinn, þar sem þeir börðust á móti norðansvalanum á leið sinni upp eftir ánni. Ekki er það einsdæmi, að skarfar sjáist hér við fossinn. Tvívegis áður hef ég séð hér skarf og var í bæði skiptin um einn fugl að ræða, en nú voru hér auðsjáanlega skarfahjón á ferðinni. Erlendis hef ég oft séð skarf á veiðum í ám og á vötnum langt inn í landi, bæði á Indlandi og víða suður í Afríku. Þeir 14 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.