Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 25

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 25
áratugar (1980-83) voru endurheimtur í hafbeit hlutfallslega góðar miðað við göng- ur í veiðiár. Þetta gaf til kynna að vandamál ánna hefðu fyrst og fremst orsakast af óhagstæðum skilyrðum í ferskvatni við sjógöngu eða á seiðastigi. Hafbeit hefur því oft verið mikilvægt tæki til að átta sig á orsökum sveiflna í laxveiði. Astandið í laxveiðinni virðist ekki vera einskorðað við Island, að því er varðar árin 1984 og 1989. Áárunum 1983 og 1984 brást netaveiði Grænlendinga við Vestur- Grænland og göngur í kanadískar ár voru mjög rýrar árið eftir. Þessi áföll mátti rekja beint til óvenju sterkra kaldra hafstrauma suður með Vestur-Grænlandi gegnum Davis-sundið. Á sama hátt hefur laxveiði við Vestur-Grænland verið óvenju rýr í haust, sem gæti bent til að slakt ástand sjávar hafl komið víðar niður en á íslensk- um laxastofnum. Um slíkt verður þó ekki sagt með vissu fyrr en að loknu veiðisumri 1990. Sem kunnugt er hefur hafbeit á laxi margfaldast hér á landi undanfarin fimm ár. Margir hafa velt því fyrir sér, hvort hafíð sé ofbeitt vegna þessa mikla fjölda. Vissulega vakna ýmsar spumingar, en hinsvegar er ljóst að rýrar smálaxagöngur voru ekki einskorðaðar við hafbeitarsvæðin við Faxaflóa og Breiðafjörð. Mjög lítið var af smálaxi á norðanverðu landinu, einkum í Húnavatnssýslum, en þar er hafbeit ein- göngu stunduð í smáum stíl í veiðiám. Þetta ásamt því, að ástand virðist hafa verið slakt í öðmm löndum, bendir ekki til þess, að hafbeitin hafí ráðið neinum úrslitum. Hinsvegar er ljóst að hér er um alvarlegt vandamál að ræða, sem getur orðið mjög afdrifaríkt fyrir hafbeitina sem atvinnu- grein, ef það skeður oftar en einu sinni á áratug. Niðurstöður Hér hefur verið reynt að útskýra mjög flókið mál með einföldum dráttum og menn skyldu hugleiða að einföld líkön svara aldrei flóknum spurningum og ein- földun er oft hættuleg. Hinsvegar geta upplýsingar úr hafbeitarstöðvum, þar sem hver einasti lax er meðhöndlaður, gefíð mikilvægar upplýsingar sem nýtast við túlkun gagna úr veiðiám. Vitneskja okkar um áhrif umhverfisþátta á flókinn lífsferil laxins vex stöðugt, en meðan við höfum ekki tök á að kanna afdrif og afkomu laxins á ætisslóðinni í hafinu verður erfitt að spá með nokkurri vissu um laxagöngur í ár, þó ferskvatnsþættir hafi verið í fullkomnu lagi. Stóri örlagavaldurinn í lífi laxins er, þegar öllu er á botninn hvolft, Atlants- hafið, en þar tekur laxinn út 99% af sínum vexti og verður að hafa gott viðurværi. Þar er hann í samkeppni við ýmsar aðrar fisk- tegundir og jafnvel manninn um fæðu og er loðnan gott dæmi um það. I hafinu fáum við litlu ráðið um afkomu laxins, en við getum haft veruleg áhrif á ferskvatnsferilinn og reynt að tryggja, að fjöldi sjógönguseiða sé sem næst hámarks- afköstum ánna. Þar eigum við að beita okkur og lagfæra það sem við getum, því reynslan segir, að sjávarástand sé sem betur fer oftast í góðu meðallagi. Heimildir: Ymis gögn Veiðimálastofnunar og Laxeldisstöðvar ríkisins. VEIÐIMAÐURINN 23

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.