Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 35
um á einkaflugvélum að skoða hafflötinn í leit að netum. Allt þetta er viðhaft á vörzlusvæðinu við Miðfjarðará og má segja að ekki sé núorðið undan neinu að kvarta, hvað varðar viku- friðun. Net eru yfirleitt undantekninga- laust uppi á tilskyldum tíma og þýðir það, að hálfa vikuna hefur allur fiskur greiða leið (í það minnsta netalausa leið) í árnar. Hinn hlutann af vikunni, frá kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni til kl. 22.00 á föstudags- kvöldi þarf fiskurinn að gæta sín á netum við sjávarströndina ef hann vill komast klakklaust í árnar og láta veiða sig þar. Þá er um að gera að gæta þess að netin séu sem alfæst og ekki fleiri en löglegt má teljast. Til að gefa lesendum einhverja innsýn í það hvernig starfið er unnið, þykir greinar- höfundi rétt að láta hér fljóta með eina eða tvær sögur frá því s.l. sumar og er sögu- sviðið Miðfjörðurinn. Veiðifélag Miðfirðinga leggur veiði- verði til varðskip eitt mikið, sem er Zo- diac-gúmbátur sem ber fjóra menn. Á þessum báti er skínandi að ferðast um fjörðinn og gera það sem bændur þar út með ströndum kalla „að andskotast í kringum netin og fæla frá þeim fiskinn“ en við viljum leyfa okkur að kalla að fylgjast með netaveiðinni. í slíkar ferðir er ávallt tekinn með einn vottur því að gerðar eru skýrslur um það sem ólöglegt má teljast og með þessum ferðum reynt að fá heildarsýn yfir hvað veiðist af laxi í netin og hvað mikið af silungi, sem er jú hinn löglegi afli. Nefnd skal hér ferð sem undirritaður fór þann 26. júlí s.l. og var með mér í för stjórnarmaður í Veiðifélagi Miðfirðinga. I þokkalegu veðri ákváðum við að skyggnast í net bænda og sjá hvað þau hefðu að geyma. Sigldum við frá varðskipalæginu og út fjörðinn og töldum net og það sem í þeim var. Lögum samkvæmt er ós Mið- fjarðarárinnar og 1000 metra svæði út frá stórstraumsfjöruborði friðhelgt svæði. Leiddi athugun okkar í ljós að þar var ekkert athugavert að sjá og friðun haldin. Utar fórum við síðan að verða varir við net og á siglingunni urðum við alls varir við fímm net sem samtals hafa verið að lengd um 300 metrar. I sumum tilfellum voru net lögð í hlykki, í öllum tilfellum voru þau ómerkt og í engu tilfelli var einn einasti göngusilungur í þeim enda möskvastærðin »3 o 511517VR Silstar veiðihjól í þínum höndum. Fæst í næstu sportvöruverslun Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. Símar: 24020/11999. > VEIÐIMAÐURINN 33

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.