Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 38
þess að hver möskvi var samsettur úr 12-14 þráðum, þannig að fískur sem í þeim festist var dæmdur til að drepast því þræð- irnir héldu honum föstum á mörgum stöð- um samtímis. Höfðu sérfræðingar Veiði- málastjóra ekki séð slík verkfæri við veiðar á göngusilungi. Þetta eru stuttar dæmisögur úr starfí veiðieftirlits manns. “ Miklir hagsmunir í húfi Eins og fram hefur komið, hefur á ýmsu gengið með netaveiði í Miðfirði og er svo víðar um land. Silungsveiðin virðist vera skálkaskjól þeirra sem seilast vilja í laxa- stofninn okkar. Til þess að menn geti gert sér einhverja grein fyrir hvaða hagsmunir eru í húfí, má geta þess að greiðsla til veiði- réttareigenda fyrir hvern veiddan lax í Miðfjarðará fyrir árið 1989 er ekki undir kr. 10.000. Meðalveiði s.l. 15 ára í Mið- fjarðará er tæplega 1500 laxar á ári. Einnig er umhugsunarvert, þegar skoð- að er hvernig staðið er að „silungsveiði í sjó“, fjöldi neta, möskvastærð og neta- lengd. Þá er vert að kynna sér athuganir sem gerðar hafa verið á því hvað þessi net veiða, samtímis og fram fer samanburður fískifræðinga á laxagöngunni og ýmsum umhvefísþáttum sem gefa vísbendingu um stærð laxagöngunnar, sem átti að koma í ána. Þá læðist óhugnanlega að manni sá grunur, að umfang ólöglegrar laxveiði í Miðfirði sé miklu meira en nokkurn hafði grunað. Örar framkvæmdir í ræktun ánna Nú eru örar framfarir í ræktun laxveiði- ánna og vonir um að þar sé hægt að auka verðmæti til muna. I Miðfjarðará eru stundaðar rannsóknir sem geta varpað ljósi á aukna náttúrulega seiðaframleiðslu. Náttúruleg seiði og eldisseiði eru merkt. En þeir sem veiða laxinn ólöglega skila engum merkjum eða yfirleitt nokkrum upplýsingum um sína veiði. Þetta getur ekki gengið ef ræktunarbúskapur á að skila árangri. Þetta eiga bændur að vita sem þekkja ræktun á öðrum sviðum búskapar, sem nánast er alls staðar stunduð þar sem líf er meðhöndlað á einn veg eða annan. Er þá von að menn spyrji, hvað er til úrbóta? Landbúnaðarráðherra gaf út regl- ur um netaveiði í sjó hinn 2. ágúst 1989.1 þeim er kveðið á um ýmis þau vandamál og óvissuatriði, sem áður hafði verið erfitt að taka á. Er óhætt að segja að setning reglu- gerðarinnar marki tímamót í fyrirmælum um silungsveiði í sjó og eftirlit með slíkri veiði. I öðru lagi verður að stórauka eftirlit og þarf að koma til miklu öflugra eftirlit en nú er fyrir hendi með ströndum landsins, sem hefði yfír að ráða sérhæfðum búnaði. í þriðja og síðasta lagi er vert að hugleiða hvað gæti gerst, ef reglugerð og önnur ákvæði laga ná ekki tilgangi sínum. Myndi það ekki leiða af sér, að banna ætti silungs- veiði í sjó? Það myndi stórlega auðvelda veiðieftirlit. Úthafsveiðikvóti keyptur upp í þessu sambandi má minna á, að nú er verið að ræða um að kaupa upp laxveiði- kvóta Færeyinga og Grænlendinga. Fari svo, verður enn brýnna en áður að ólögleg- ar laxveiðar í sjó heyri sögunni til. Við verðum raunar að vera alveg vissir um að laxinn sem keyptur er úr veiðum hinna útlendu þjóða komist óhindraður í árnar okkar. Heimildir: Greinargerðir með frumvarpi til laga um lax og silungsveiði 1930 og 1955. Hæstaréttardómar. Lögreglublaðið. 36 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.