Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 43

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 43
un Atlantshafslaxins, ráðuneytismenn í sjávarútvegsmálum, sportveiðistofnanir og fjármálaöíl. Mér var alls staðar vel tekið og ráðuneytisstjórinn í Washington sagðist sjálfur vera að vinna að sams konar hug- myndum um að kaupa upp úthafsveiði- kvóta á laxi í Kyrrahafi. Þá hafa talsverðar óformlegar viðræður og samtöl farið fram við ákveðna aðila í Færeyjum og Grænlandi. Fundur með Færeyingum Fyrsti viðræðufundurinn við Fær- eyinga var haldinn 9. október. A þessum fundi voru mættir frá þeim fulltrúar þeirra samtaka útgerðarmanna sem hafa með lax- veiðikvóta Færeyinga að gera og úthlutun hans. Fundurinn tókst í alla staði prýðilega og sjónarmið skýrð á báða bóga. A þessum fundi lagði ég fram erindisbréf þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um kaup okkar á kvótanum. Undir þetta bréf rituðu auk mín f.h. Laxárfélagsins, for- svarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Landssambands stangaveiðifélaga, veiði- réttareigenda, fiskeldis- og hafbeitarstöðva og Stéttarsambands bænda. Þau sjónarmið sem ég skýrði á fundinum voru eftir- farandi: Sjónarmið Islendinga Minnkandi veiði. Stangaveiði á laxi hefur á þessum áratug minnkað um rúm 23% miðað við næsta áratug á undan, eða úr 422 þús. löxum í 325 þús. laxa en það var einmitt árið 1979 sem Færeyingar hófu úthafsveiðar sínar á laxi. Ég benti einnig á þá sorglegu staðreynd að einmitt á yfirstandandi áratug hafa ræktunaraðgerðir Islendinga á laxi staðið í hvað mestum blóma og geysimiklu fé varið til þeirra í flestum laxahéruðum landsins. Næst benti ég á þá miklu þýðingu sem lax- og stangaveiði almennt hefði fyrir veiði- og útivistarfólk á Islandi úr öllum stéttum þjóðfélagsins, að fólk á öllum aldri stundaði hér stangaveiði og félög, klúbbar og veiðiholl væru í velflestum bæjarfélög- um hringinn í kringum landið. Þá væri stangaveiðin mikilvæg fyrir bændur þessa lands og uppistaða í tekjum margra smærri sveitahreppa. Auk þess benti ég á þá þróun fáuruj Fluguhjól sem sóst er eftir. Fæst í næstu sportvöruverslun Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. | mar: 24020/11999. VEIÐIMAÐURINN 41

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.