Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 44

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 44
sem hér hefur orðið á þessum áratug með tilkomu hafbeitarstöðva og miklum vexti þeirra. Eg fór næst yfir okkar hugmyndir um hagsmuni þá sem Islendingar teldu vera af laxi fyrir Færeyinga. Við vissum að illa hefði tekist á seinustu vertíð þeirra og að þeir hefðu ekki náð nema hálfum sínum út- hlutaða kvóta. Þá vissum við að illa hefði gengið að manna bátana á seinustu vertíð og menn kysu þar frekar byggingarvinnu í Tórshavn. Þá hefðum við greinargóðar upplýsingar um markaðsverð á laxi á heimsmörkuðunum og teldum að rekstrar- grundvöllur þeirra væri afar veikur. Ég hrósaði þeim fyrir að fara í einu og öllu eftir alþjóðasamþykktum NASCO og fyrir dugnað að leita að og skila örmerkjum til upprunaþjóðanna. Því næst lagði ég fram skýrslu sem Tumi Tómasson fiskifræðingur hafði gert fyrir okkur í Laxárfélaginu og fjallaði um áhrif úthafsveiðanna á laxveiði okkar Lax- ármanna 1989. Þessi rannsókn Tuma beinist að sérstakri seiðasleppingu sem fram fór í Laxá í Aðaldal í maímánuði 1987. Þá var sleppt 8000 örmerktum seið- um á þremur stöðum í Laxá. Laxamir voru sérstaklega uppaldir við ákveðin birtuskil- yrði hjá Norðurlaxi hf á Laxamýri og fengu sérstaka umönnun í ánni áður en kom að endanlegri sleppingu. Við höfum síðan fylgst sérstaklega með þesum laxi sem skilaði sér ágætlega sem eins árs lax sumar- ið 1988 og í talsverðum mæli sem tveggja ára lax í sumar. Þá hafa merki þessi komið óvenjusterkt fram í frysti- og vinnsluhús- um í Færeyjum og Grænlandi. Á sérstök- um útreikningum byggir Tumi Tómasson síðan niðurstöður sínar sem em þær að 24% af þessari sleppingu lendi sem tollur í úthafsveiðum þessarra tveggja þjóða. Því næst skýrði ég Færeyingum frá áhyggjum laxveiðimanna yfir ólöglegum veiðum á laxi bæði í Atlantshafinu og í Kyrrahafinu. Ég sagði þeim frá báti frá Formósu sem bandarískir gæslumenn höfðu nýlega tekið við að reyna að smygla 500 tonnum af laxi inn til Bandaríkjanna þar sem greiðslan fór fram í reiðufé í ferða- tösku eins og um eiturlyfjasmygl væri að ræða. Einnig skýrði ég frá ólöglegum veið- um út af ströndum Norður-Noregs og bátum skráðum í Panama sem hafa reynt að selja afla sinn í Hollandi. Ég sagði að ef okkur tækist að semja um kvótakaupin til tveggja ára þá teldum við að með því að skipuleggja góða gæslu og eftirlitsstarfsemi mætti takast að koma í veg fyrir mikinn hluta þessarra ólöglegu veiða, - sem ég vissi auðvitað að Færeying- ar stunduðu ekki, enda þjónaði það ekki hagsmunum þeirra á neinn hátt. Það væri sem sé af fyrrgreindum ástæð- um sem ég væri kominn á þennan fund og teldi að báðir aðilar gætu hagnast af sam- starfi sem byggði á hugmyndum okkar á kvótakaupum, og að við vildum gjarnan greiða þeim afar sanngjamt verð fyrir kvóta þeirra. Sjónarmið Færeyinga Það vom þrír fulltrúar þeirraFæreyinga á þessum fundi, þar á meðal formaður og framkvæmdastjóri félagsins Laxaskip sem hefur umráðarétt yfir laxakvótanum sem NASCO úthlutar þeim. Þeir útskýrðu sín sjónarmið og viðurkenndu erfiðleika í þessari útgerðarstarfsemi. Þeir sögðu að útgerðin væri stunduð af bátum í stærðinni 20-40 metrar og laxavertíðin stæði yfir hálft rekstrarárið en línuveiðar á öðrum tegundum, þ.e. botnfiski, væri stundaðar hinn helming ársins. Færeyinga kváðu þeir vera í svipaðri aðstöðu og íslendingar með offjárfestingu í bátaflotanum og vantaði 42 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.