Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 48
Höfðingi
úr Soginu
Myndin er af Olafi K.
Olafssyni með 25 punda
hceng, 107 sm langan, úr
Soginu. Þennan bolta
veiddi Ólafur lokadaginn í
sumar, 20. september, t
Kofastreng fyrir landi
Bíldsfells, á Rcekju nr. 4,
og tók viðureignin 40 mín-
útur. Þetta er stcersti lax-
inn, sem fékkst á veiði-
svceðum SVFR þetta árið
og jafnframt með þeim
stcerri á landinu öllu, en
fregnir bárust af sex 25-27
punda löxum s.l. sumar.
Ólafur, sem byrjaði að
veiða í Sogi 1967 sem að-
stoðarmaður Sigurliða
Kristjánssonar (í Silla og
Valda og eiganda Asgarðs-
veiðanna), og hefur verið
formaður árnefndar SVFR
síðustu árin, hefur dregið
marga stórlaxa úr ánni.
Sumarið 1974 fékk hann 26
punda lax á spón á horninu
neðan við Gibraltar, og
1984 veiddi hann 24 punda
hrygnu á Melhorninu á
Þingeying, sem var bikar-
lax SVFR það árið. Nokkr-
um árum áður hafði hann
veitt 22 punda lax áBryggj-
unni og 1987 fékk hann
annan sömu stcerðar í
Kofastreng á Rcekju nr. 8.
Aðspurður kvaðst Ólafur
ekki muna töluna á20 og21
punds löxum sínum úr
Soginu, en sagði að þeir
vceru nokkuð margir. Ljósm.
Þorbjörg Eiðsdóttir.
46
VEIÐIMAÐURINN