Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 57

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 57
Arni Björnsson Júlídagur á Oseyrinni Sumarið 1989 spáðu fískifræðingar, og ýmsir aðrir, miklum laxagöngum og að mikið yrði um stórlax. Veiðimenn skyldu því hafa með sér sterka tauma og mikið plast. Þetta gekk nú ekki alveg eftir, og oft komu veiðimenn öngulsárir úr veiðiferð- um eða með örfáa smálaxa, sem voru svo óvenju litlir í ofanálag. En þó voru ljósir punktar, og sumir lentu í eftirminnilegri veiði. Þann 25. júlí s.l. vorum við veiðifélag- amir Arni Björnsson og Ingólfur Bragason að heíja þriggja daga veiðiferð í Laxá í Aðaldal, og áttum fyrstu vaktina á sjötta svæði, sem stundum er kallað Efra- Hólmavað, ásamt Hólmsteini Hólmsteins- syni og Einari syni hans, sem höfðu hina stöngina á svæðinu. Veiðin haíði verið mjög döpur allt sumarið, og þrátt fyrir veðrabreytingu undangengna tvo daga haíði veiðin lítið glæðst. Menn voru því tæplega jafn bjartsýnir og venjulega í byrjun veiðiferðar, en ákveðnir í að gera sitt besta. Einar var að vonast eftir sínum fyrsta flugulaxi og hafði trú á Oseyrinni. Því var ákveðið að feðgamir byrjuðu þar en við yrðum á austurbakkanum fyrstu tvo tím- ana. Það hellirigndi til að byrja með en fljótlega stytti upp og gerði dásamlegt veiðiveður, hæg sunnan gola og skýjað. Þrátt fyrir bestu aðstæður urðum við ekki varir við nokkra hreyfíngu á laxi við aust- urbakkann, hvorki á Hagabökkum né Langeyjareyri , en sáum einn lax stökkva að vestanverðu, á Suðurhólma. Feðgunum dvaldist eitthvað á Óseyrinni og fannst okkur líklegt að meira væri að gerast hjá þeim en okkur. Um sexleytið komu þeir keyrandi austur yfir brú og sýndist okkur þeir vera brosmildir og höfðum orð á því við þá þegar þeir undu sér út úr jeppanum. Þeir buðu okkur að líta í skottið. Við urðum orðlausir, því þar lágu þessar líka tvær hrygnurnar, eins fallegar og Laxárhrygn- ur geta orðið, 14 og 16 punda, og það var ekki laust við að við færum að brosa líka. Einari hafði þar orðið að ósk sinni, því í annarri yfirferð á Óseyrinni setti hann í lax á Fox Fly nr. 8, og eftir 25 mínútna viður- eign var 14 punda hrygnu landað við efri ósinn. Hólmsteinn fékk síðan 16 punda hrygnu á sömu flugu. Einnig misstu þeir tvo laxa og margir höfðu elt fluguna. Við drifum okkur yfír á vesturbakkann. Ingólfur kastaði yfír Suðurhólmann, þar sem hann hafði oft fengið lax, en Ami aldrei, en sá ekkert líf þar nú. Arni kastaði síðan yfír Suðureyrina, þar sem honum VEIÐIMAÐURINN 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.