Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 59
Hólmsteinn setti í stóran lax á Fox
Fly alveg niður undir broti, laxinn sótti
upp ána, og á meðan Hólmsteinn þreytti
hann, setti Ingólfur í lax á Fox Fly þrí-
krækju nr. 10, líka niður á broti. Það var
því mikið að gerast á Oseyri þegar Þórð
veiðivörð bar þar að, lax á báðum stöngum.
Feðgarnir lönduðu 17 punda hæng við efri
ósinn, en við lönduðum 13 punda hrygnu í
neðri ósnum. Síðasta laxinn fékk Árni á
Hairy Mary Red Brown þríkrækju nr 8,
flugu sem hefur reynst okkur mjög vel
undanfarin ár. Þetta var 10 punda nýgeng-
in hrygna, eini nýgengni laxinn, hinir voru
allir nokkuð legnir.
Þetta var því ótrúleg veiði, sjö laxar af
stærðinni 10-19 pund, fjórir laxar misstust
og ekki nokkur leið að hafa tölu á hve oft
við reistum lax. Allt var þetta á flugu því
öðru var ekki kastað.
Það eina sem á vantaði var að ekki var
hægt að koma löxunum í kistu, þar eð ekki
var búið að setja þær niður, enda eru þær
yfírleitt ekki settar niður fyrr en í ágúst.
Fimm fallegar hrygnur heíðu sómt sér vel
þegar Norðurlaxmenn færu að kreista í
haust.
Þegar við fórum að ræða á eftir hvernig
stæði á þessu mikla lífí þarna, fannst okkur
líklegt að við veðrabreytinguna, sem hófst
tveimur dögum fyrr, hefði komið hreyfíng
á laxinn í ánni, og hann verið að safnast
fyrir á Oseyrinni, enda var góð veiði þar
dagana á eftir.
Glaðbeittir veiðikappar, f.v. Arni Björnsson, Ingólfur Bragason, Hólmsteinn Hólmsteinsson og Einar
Hólmsteinsson. Ami, sem er aðalbókari kaupfélagsins á Dalvtk og félagi í Straumum á Akureyri, kveðst
skrifa greinina um veiðina á Öseyrinni fyrir hönd þeirra félaga allra. Myndina tók Þórður Pétursson
veiðivörður.
VEIÐIMAÐURINN
57