Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 61

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 61
Allt í einu sé ég út undan mér, hvar stór fiskur kemur upp í vatnsskorpuna og sígur síðan niður í djúpið aftur. Þetta er einmitt rétt fyrir utan stóra steininn og báturinn er kominn niður fyrir þennan stað. Eg læt vita hvers ég hef orðið vísari og pabbi spyr hvort ég haldi að þetta hafi ver- ið lax. Eg get auðvitað ekkert fullyrt um það, en segi að þetta sé að minnsta kosti risaurriði. Pabbi biður mig um að setja vel á mig hvar fiskurinn sýndi sig, og síðan rær hann rólega upp í strauminn, í áttina að landi og upp fyrir staðinn til að styggja síður fiskinn og auðvelda mér að kasta á hann flugunni. Þegar mér finnst báturinn kominn á réttan stað, gef ég pabba merki. Hann hægir róðurinn og heldur bátnum upp í strauminn. Eg dreg línu út af hjólinu og bý mig undir að kasta. Nú er um að gera að vanda sig. Engan óþarfa buslugang. Flugan lendir á vatninu og hverfur eilítið undir yfirborðið handan við miðjan straum. Ég reyni að fylgja henni eftir með augunum. Girnistaumurinn er stuttur, 2-3 fet, og þolir 20 pund, eftir því sem pabbi segir. Straumurinn tekur stíft í línuna og skilar flugunni fljótlega út úr aðalflaumn- um. Þegar línan hefur borist beint niður af bátnum, myndast skyndilega gára á yfir- borði vatnsins úti í aðalstraumnum og stefnir á fluguna. Hér er fiskur á ferð! Skyldi hann ná flugunni? Nei, hann snýr við rétt áður. „Flott“, hrópar pabbi, „hann tekur í næsta kasti“. Spennan hefur náð tökum á mér og ég finn ekki betur en hnjáliðirnir skjálfi. Ég kasta aftur, nákvæmlega eins og áður. Sagan endurtekur sig. Fiskurinn kemur á harða spretti á eftir flugunni. Ég bókstaf- lega sé hausinn á honum koma upp úr vatninu og mér finnst ég horfast í augu við hann. Hann nær flugunni, færir hana í kaf, snýr við og rífur línuna út úr höndunum á mér. „Rólega, rólega. Taktu ekki of fast á honum. Þetta er stærðarlax“, hrópar pabbi. Fiskurinn syndir út í strauminn skáhallt niður af bátnum, hægir á sér smástund, en eykur svo hraðann niður ána. Línan rennur út af hjólinu. Ég held stönginni hátt uppi til þess að festa síður línuna í botni. Pabbi snýr bátnum í hvelli, rær á eftir fiskinum og tilkynnir um leið, að klukkan sé 12,07. Loksins hægir fiskurinn á sér og allt í einu stekkur hann upp úr vatninu. „Þetta er svakalegur fiskur. Þú nærð aldrei að koma þessum á land“, heyri ég að Kári segir. Björgvin Skúli með’ann á. Ljósm. Þjóðbjörg Þórðardóttir. VEIÐIMAÐURINN 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.