Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 69

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 69
atriða fengið töluverða athygli og umfjöll- un, og sum þeirra náð fram að ganga. Má þar sérstaklega nefna hið glæsilega framlag Stangaveiðifélags Reykjavíkur er það gaf 500 þúsund til stofnunar svilja- banka í tilefni af 50 ára afmælis félagsins þ. 17. maí s.l. Formannafundurinn (Sjá Veiðimanninn tbl. 130. bls. 56-62). Þessir svokölluðu formannafundir eru að verða fastur liður í starfsemi L.S. og tel ég þá mjög mikilvæga, ekki síst fyrir það að þarna koma saman fulltrúar stangaveiði- félaganna, veiðiréttareigenda, fískeldis- manna, Veiðimálastofnunar, Náttúru- vemdarráðs og Landverndar. Veiðidagur fjölskyldunnar Veiðidagur fjölskyldunnar var haldinn 18. júní. Veður var fremur óhagstætt hér sunnanlands og þátttaka því lítil. En helg- ina þar á eftir var glampandi sól og blíða á Þingvöllum og þá þyrptust þangað nokkur þúsund manns. Trúlega hafa auglýsingar okkar um veiðidaginn haft einhver áhrif á þann gífurlega fjölda sem þar var að veið- um. NASCO Fundur var haldinn í Laxverndunar- stofnun Norður-Atlantshafsríkjanna í Edinborg dagana 13.-16. júní. L.S. á kost á því að senda þangað áheymarfulltrúa ásamt 7 öðrum samtök- um. Ekki fannst stjórninni koma til greina að senda þangað fulltrúa, vegna kostnaðar, en svo heppilega vill til að íslandsvinurinn og fræðimaðurinn Dr. Derek Mills sem býr í Edinborg bauðst til að sitja fundinn sem fulltrúi okkar. Hann kom hingað til veiða þ. 12. júlí og Gylfi Pálsson og Svend Richter, fulltrúar Ar- manna, voru fundarstjórar. Ljósmyndir RH. gaf þá formanni og ritara skýrslu um fundinn. Ruslapokarnir Við létum framleiða 20.000 ruslapoka, sem skipt var á milli nokkurra stangaveiði- félaga og veiðiréttareigenda. Því miður urðu þeir ekki tilbúnir fyrr en í lok júlí en ég vænti þess að þeir hafí þá komið að góðu gagni sem fyrr. Hver poki var seldur á 5 krónur og gaf þetta okkur svolitlar tekjur þar sem Osta- Fundarritarar voru Ingi Steinar Gunnlaugsson og Böðvar Björnsson frá Stangaveiðifélagi Akraness. VEIÐIMAÐURINN 67

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.