Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 73
ið um stangaveiði sem íþrótt og ætti það
að fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í
viðkomandi héraðssamband.
Við viljum því hvetja formenn stanga-
veiðifélaganna til þess að bregðast nú skjótt
við þessari einföldu málaleitan og sækja
um inngöngu í sitt héraðssamband nú
þegar!
Hestamannafélögin hafa þegar hlotið
aðild að I.S.I. og nú nýverið félög keilu-
spilara.
Hjálagt er úrdráttur úr lögum I.S.I. er
kveður á um inngöngu.
Samtaka nú allt stangaveiðifólk í því að
ljúka þessu einfalda máli fyrir næsta aðal-
fund L.S. er verður þ. 4.-5. nóvember í
Munaðarnesi.
Með ósk um fengsælt og farsælt sumar.
Einnig fylgdi með þessu bréfi úrdráttur
úr lögum Í.S.Í. þar sem segir til um skil-
yrði fyrir inngöngu.
Aðeins eitt svar hafði okkur borist þegar
þetta er ritað nú tveimur dögum fyrir
þennan aðalfund. Það er frá Stangaveiði-
félaginu Flúðum á Húsavíkdags. 17.5. ’89
og er efni þess einfaldlega þannig.
„Við höfum ekki áhuga á því að ganga
í ÍSÍ.“
Hreinskilið og afdráttarlaust svar sem
speglar sennilega afstöðu allra annarra
félaga innan L.S.
Vissulega eru þessi viðbrögð mér
persónulega afskaplega mikil vonbrigði
fyrir margra hluta sakir.
/ fyrsta lagi, stendur í þessari marg
umtöluðu reglugerð fjármálaráðherra um
virðisaukaskatt, - að undanþága nái til
allrar íþróttastarfsemi sem rekin er af
íþróttafélögum sem eru innan I.S.I. og til
heilsuræktarstöðva.
Og þá spyr ég, - hvað eru stangaveiði-
félög annað en heilsuræktarstöðvar sem
reka íþróttastarf?
í öðru lagi, fengi L.S. viðunandi vinnu-
aðstöðu fyrir félagsstarfsemi sína í húsa-
kynnum I.S.I.
I þriðja lagi, - fengju stangaveiðifélögin
einhverjar greiðslur og styrki frá I.S.I.
Og ífjórða lagi, gæfíst þar tækifæri til að
sinna eitthvað félagslega þættinum t.d.
með því að gefa eldri veiðimönnum tæki-
færi til að hittast þar ákveðinn dag í viku
eða mánuði, glugga þar í veiðibækur, blöð,
skoða saman myndbönd, fá sér kaffisopa
og segja veiðisögur.
Ég ætla að enda þessa umfjöllun um
inngöngu stangaveiðifélaganna í I.S.I. á
sömu orðunum og á aðalfundinum 1987, -
félagslegur og fjárhagslegur ábati er ótví-
rceður.
Sennilega eru þessi orð eitthvað tor-
skilin.
Reglur um dreifíngu norskra
laxastofna
Nefnd sú sem landbúnaðarráðherra
skipaði þ. 19. ágúst 1988 til að semja reglur
um dreifingu á norskum laxastofnum hér á
landi lauk störfum þ. 26. október 1988.
Ásamt formanni L.S. voru í nefndinni
þeir Árni Isaksson, veiðimálastjóri, Böðvar
Sigvaldason, form. Landssambands veiði-
félaga og Guðmundur G. Þórarinsson,
form. Landssambands fiskeldis- og haf-
beitarstöðva.
Nefndin hélt 10 fundi og leitaði álits
fjölda sérfræðinga og leikmanna, auk for-
svarsmanna þeirra eldisstöðva sem leyfi
höfðu fyrir norska laxinum.
Ég tel ekki ástæðu til að lesa þau drög að
reglum sem nefndin samdi né greinargerð-
ina sem drögunum fylgdu því þetta eru sjö
vélritaðar blaðsíður. Ég skal þó lesa 1.
grein, 7. grein og þá 9. grein.
1. gr. Hrognum eða seiðum úr norsk-
ættuðum eldislaxi verði aðeins dreift í
VEIÐIMAÐURINN
71