Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 76

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Blaðsíða 76
Hótel Esju þ. 28. apríl, þar sem við rædd- um aðallega um þá gífurlegu möguleika sem felast í betri nýtingu silungsveiði- vatna. Hafa bændur gert töluvert átak í þeim efnum eins og sjá má í bæklingnum „Veiðiflakkarinn“ sem dreift verður hér á eftir. Þar er boðin ódýr gisting á 111 bæjum og fylgir silungsveiði mörgum þeirra. Mjög náin samvinna hefur verið milli mín og formanns Landssambands veiði- félaga. Við störfuðum saman í tveimur opinberum nefndum og einni óformlegri, sem vann að mestu í gegnum síma, en kom þó á reglum þeim sem settar voru um silungsveiðar í sjó, með hjálp góðra manna eins og Orra Vigfússonar og veiðimála- stjóra. Reglur þessar voru sendar aðildarfélög- unum þ. 1. sept. og verður einnig dreift hér síðar á fundinum. Eg vona að áframhald verði á góðri sam- vinnu L.V. og L.S. og vil nota þetta tæki- færi til að þakka Böðvari Sigvaldasyni fyrir lipurð og dugnað og þá sérstaklega þann skilning sem hann hefur sýnt mál- efnum stangaveiðifólks, enda er maðurinn allt sumarið að snúast í kringum stanga- veiðifólk og síðan boðinn og búinn til að hlusta á rausið í okkur nær allan veturinn. Verðlag á laxveiðileyfum Það er vægast sagt svart útlitið með sölu á laxveiðileyfum næsta sumar. Fjölmiðlar fræða okkur um það að um 200 fyrirtæki hafí orðið gjaldþrota það sem af er árinu, atvinnuleysi er um 2%, fjölda- uppsagnir dynja nú yfír landsmenn og landflótti er hlutfallslega jafnmikill hér og í Austur-Þýskalandi sem sífellt er verið að tönnlast á í fréttum! Og hvað gera svo ráðamenn þjóðarinnar til þess að gera okkur búsetu í þessu harð- býla landi bærilega? Þeir ætla að leggja 26% skatt, þann hæsta í heimi, á þá heilnæmu og vinsælu útivistaríþrótt sem um 60 þúsund íslend- ingar stunda og nefnist stangaveiði. Þá hækkar verðið trúlega upp í kr. 30, 40 og 50 þúsund stangardagurinn í flestum lax- veiðiám landsins! Og þá er spurt, hefur nokkur sála efni á þessu lengur? Og svarið er ósköp einfalt, það fer eftir tekjum manna. Nýlegar fréttir herma að erlendur auð- kýflngur hafí keypt 60 stangardaga í Laxá á Ásum fyrir kr. 165 þús. stangardaginn eða alls 9 millj. og 900 þúsund og það eru til margir slíkir sem varla vita aura sinna tal. Eru ekki Svisslendingar að leggja undir sig árnar í Þistilfírði og hafa þeir þó Hauka- dalsá fyrir? Fjölmiðlar upplýsa okkur einnig um það að fjöldi manns sem vinnur hjá því opinbera og hálfopinbera hafí um 3-500 þúsund kr. í mánaðarlaun og það er rétt eins og með ísjakann. Síðan kemur það sem aldrei sést, - hlunnindin. 110 þúsund á mánuði í kaupauka sem nefnt er ferðapen- ingar, niðurgreitt innkaupsverð á bifreið- um og brennivíni, blessuð biðlaunin, og hluti þingmanna, sem eru alltof margir fyrir svo fámenna þjóð, fá á mánuði kr. 226.597 þús. í hreinar tekjur eða kr. 2.7 milljónir á ári! Og ef þessu fólki fínnst þetta of lítið til að viðhalda heimsborgaralegum neyslu- venjum sínum og lífsstíl, þá einfaldlega hækkar það launin við sig einhliða. Og til þess að ná inn þessum peningum í ríkiskassann þá eru skattar einfaldlega hækkaðir. Og hvaða máli skiptir það þó atvinnu- 74 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.