Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2022, Page 11

Læknablaðið - 01.11.2022, Page 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 487 R A N N S Ó K N Atli Steinn Valgarðsson1 Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir2,3 Tómas Þór Kristjánsson1,3 Hildigunnur Friðjónsdóttir4 Kristinn Sigvaldason3,5 Göran Dellgren6 Tómas Guðbjartsson1,3 Allir höfundarnir eru læknar nema Hildigunnur sem er hjúkrunarfræðingur. 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4ígræðslugöngudeild, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 6hjarta-, lungna- og ígræðsluskurðdeild Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Gautaborg, Svíþjóð. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Upplýsingar skortir um fjölda, ábendingar og árangur hjartaígræðsluaðgerða á Íslendingum en einnig fjölda þeirra hjartna sem gefin hafa verið héðan til líffæraígræðslu erlendis. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á öllum sem gengust undir hjartaígræðslu frá fyrstu aðgerðinni 1988 til 1. mars 2019. Klínískar upplýsingar fengust frá ígræðslugöngudeild Landspítala og rafrænni sjúkraskrá, en upplýsingar um hjartagjafir á Íslandi úr líffæragjafaskrá gjörgæsludeildar Landspítala. Reiknað var út aldursstaðlað nýgengi aðgerðarinnar og lifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðaleftirfylgd var 10,3 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls gengust 24 Íslendingar (19 karlar) undir hjartaígræðslu á tímabilinu, þar af einn undir endurígræðslu, þrír fengu hjarta- og lungnaígræði samtímis og tveir aðrir fengu hjarta- og nýraígræði samtímis. Miðgildi aldurs var 38 ár (bil 4 - 65 ár) og voru 20 aðgerðanna framkvæmdar í Gautaborg, þrjár í London og tvær í Kaupmannahöfn. Algengustu ábendingar voru ofþenslu- hjartavöðvakvilli (n=10), meðfæddir hjartagallar (n=4) og hjartavöðvabólga eftir vírussýkingu (n=3). Fimm sjúklingar fengu tímabundið hjálparhjarta sem brú að ígræðslu. Eins árs og 5 ára lifun eftir hjartaígræðslu var 91% og 86% en meðallifun 24 ár. Nýgengi hjartaígræðslu reyndist 2,7 á milljón íbúa/ári, og jókst í 4,6 ígræðslur/milljón íbúa á ári eftir 2008 (p=0,01). Á sama tímabili voru gefin 42 hjörtu frá Íslandi til ígræðslu, það fyrsta 2002, og fjölgaði þeim úr 0,8 hjörtum/ári á fyrri hluta tímabilsins í 3,0 á síðari hluta tímabilsins. ÁLYKTANIR Lifun Íslendinga eftir hjartaígræðslu er ágæt og sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Hjartagjöfum hefur fjölgað á síðustu tveimur áratugum og Íslendingar gefa nú næstum tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga Inngangur Á Íslandi, eins og og annars staðar á Vesturlöndum, er alvarleg hjartabilun algengur sjúkdómur sem skerðir bæði lífsgæði og lífslíkur sjúklinga.1 Í völdum tilvikum getur hjartaígræðsla verið góður meðferðarkostur hjá sjúklingum með hjartabilun á lokastigi þegar önnur meðferð hefur verið fullreynd.2,3 Oft er miðað við að án hjartaígræðslu geti sjúklingurinn átt innan við 12 mánuði ólif- aða.4 Á Vesturlöndum eru algengustu ábendingar hjartaígræðslu hjartavöðvakvilli án blóðþurrðar (non-ischemic cardiomyopathy) og hjartavöðvakvilli með blóðþurrð (ischemic cardiomyopathy), en þar á eftir koma meðfæddir hjartagallar, áunnir lokusjúkdómar og höfn- un hjartaígræðis.5,6 Sjúklingar sem koma til greina eru undantekn- ingarlaust með alvarlega hjartabilun og metnir í New York Heart Association (NYHA) flokki III eða IV og þar sem hámarks súrefn- isupptaka á áreynsluprófi VO2 max er undir 12-14 ml/kg/mín.4,7 Ekki er lengur miðað við sérstök aldursmörk hjartaþega en hins vegar gengið út frá því að lífslíkur og lífsgæði sjúklings aukist eftir ígræðslu.4,7 Þannig eru virkt krabbamein, alvarlegur lungnasjúk- dómur, lungnaháþrýstingur sem ekki svarar lyfjameðferð og léleg meðferðarheldni frábendingar fyrir hjartaígræðslu, eins og saga um alvarlega geð- og fíknisjúkdóma, langvinna lifrar- eða nýrna- sjúkdóma og langt gengna heila- eða útæðasjúkdóma.5,8,9,7 Við hjartaígræðslu er notað gjafahjarta úr einstaklingi sem úrskurðaður hefur verið látinn samkvæmt skilmerkjum um

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.