Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2022, Page 12

Læknablaðið - 01.11.2022, Page 12
488 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N heiladauða. Líffæri eins og nýru og lifur má einnig gefa eftir hjartadauða en hjartagjöf í slíkum tilvikum er flóknari í fram- kvæmd og er enn einungis gerð í rannsóknarskyni, enda hjartað næmt fyrir blóðþurrð.10 Við hjartaígræðslu er gjafahjartað oftast úr sjúklingi með alvar- lega höfuðáverka eða heilablæðingu, en með hjarta sem starfar eðlilega.5 Hámarksaldur hjartagjafa miðast oft við 65 ára aldur og mega þeir hvorki hafa sögu um verulega kransæða- eða lokusjúkdóma, lungnaháþrýsting eða útfallsbrot vinstri slegils undir 50%.11 Mik- ilvægast er þó að samræmi sé á milli ABO-blóðflokks gjafa og þega og ekki of mikið misræmi í hæð og þyngd.5,11 Við aðgerðina er hjartaþeginn tengdur við hjarta- og lungnavél og er allt hjart- að nema bakveggur gáttanna fjarlægður, en hann er nýttur til að sauma nýja hjartað í þegann. Gjafahjartað er oftast sótt á annan spítala, oft um langan veg. Áður en hjartað er fjarlægt úr líffæragjafanum er það stöðvað með kalíumríkri lausn og flutt á ís á þann stað þar sem ígræðslan fer fram. Mikilvægt er að gjafahjartað sé grætt í þegann innan fjögurra klukkustunda frá því það er tekið úr gjafanum, sem tak- markar þá vegalengd sem má vera milli gjafa og þega.11 Í dag eru þó til sérstakar dælur (ex vivo normothermic perfusion systems) sem lengja þennan tíma. Er slöngum þá komið fyrir í gjafahjartanu og þær tengdar við dælu sem tryggir sístreymi á næringar- og lyfja- lausn til hjartavöðvans, sem aftur takmarkar blóðþurrðarskaðann sem hjartað verður fyrir eftir að það er fjarlægt úr gjafanum.12 Fjöldi hjartaígræðslna hefur haldist nokkuð jafn síðastliðna áratugi og eru gerðar í kringum 6000 slíkar aðgerðir árlega í heiminum.5 Frá því að fyrsta hjartaígræðslan fór fram í Höfða- borg í Suður-Afríku árið 1967 hafa orðið tækniframfarir í fram- kvæmd hennar. Framfarir í ónæmisbælandi meðferð hafa þó skipt enn meira máli, enda lykill að góðum langtímaárangri.5,13,14 Eftir ígræðsluna lagast hjartabilunareinkenni sjúklinga oftast mikið og má nú gera ráð fyrir að allt að 90% sjúklinga séu á lífi ári eft- ir aðgerð og 70% eftir 5 ár.5,9 Árið 1992 gerðu heilbrigðisyfirvöld hérlendis samning við Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gautaborg um líffæraígræðslur fyrir íslenska sjúklinga þegar þess gerist þörf, en samningurinn tók einnig til líffæragjafa héðan. Samkvæmt hon- um eru líffæraígræðslurnar framkvæmdar í Gautaborg en hingað til lands koma síðan líffæratökuteymi og sækja líffæri til ígræðslu erlendis. Um svipað leyti hóf Ísland þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um líffæragjafir í gegnum Scandiatransplant og Eurotransplant, en Scandiatransplant er alþjóðlegt samstarf um líffæraflutninga á milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Eist- lands (bættist við 2017). Á árunum 1996-2009 var gerður samning- ur við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn um líffæraígræðslur og líffæragjafir, en frá 2009 er í gildi nýr samningur við Sahlgrenska- sjúkrahúsið í Gautaborg. Hjartaígræðslur hafa aldrei verið framkvæmdar á Íslandi en sjúklingar hafa verið sendir í slíka aðgerð erlendis, oftast eft- ir ítarlega uppvinnslu og mat hérlendis. Fyrsti Íslendingurinn gekkst undir hjartaígræðslu í Lundúnum í febrúar 1988 en síðan hafa flestar aðgerðanna verið gerðar á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg. Ef frá er skilin meðferð fyrst eftir aðgerðina, hefur eftirmeðferð að mestu leyti farið fram hérlendis, og henni stýrt á ígræðslugöngudeild Landspítala. Hér á landi skortir heildstætt yfirlit yfir tíðni, ábendingar og árangur hjartaígræðslu á Íslendingum, en það á einnig við um fjölda hjartna sem gefin eru héðan til ígræðslu erlendis. Þó birtist í Læknablaðinu árið 2000 stutt yfirlit yfir fyrstu 9 sjúklingana sem fengu ígrætt hjarta en upplýsingar um lifun þeirra voru takmark- aðar.15 Markmið þessarar rannsóknar var því að rannsaka nýgengi, ábendingar og árangur hjartaígræðsluaðgerða frá upphafi, og bera saman við nágrannalöndin, en jafnframt að kanna fjölda hjarta- gjafa hérlendis sem nýttar hafa verið til ígræðslu erlendis. Efniviður og aðferðir Áður en gagna var aflað var fengið leyfi frá vísindasiðanefnd (VSN 10-009-V6) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Leit að sjúklingum var gerð á ígræðslugöngudeild Landspítala en þar eru skráðir allir Íslendingar sem gengist hafa undir hjarta- ígræðslu erlendis og eru búsettir hér á landi. Rannsóknartímabilið miðaðist við fyrstu ígræðsluna í febrúar 1988 og fram til 1. mars 2019. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Sögukerfi Landspítala, en þar var meðal annars að finna upplýsingar frá sjúkrahúsunum þar sem ígræðslurnar voru framkvæmdar. Upp- lýsingar um fjölda hjartna sem gefin voru til líffæragjafar erlendis á sama rannsóknartímabili, voru fengnar úr Líffæragjafaskrá frá gjörgæsludeildum Landspítala. Skráðar voru lýðfræðilegar breytur eins og aldur og kyn, en líka hvenær ígræðslan var framkvæmd, á hvaða sjúkrahúsi er- lendis og hver ábendingin var. Þar sem upplýsingar um tæknileg atriði og fylgikvilla fyrst eftir aðgerðina erlendis lágu oft ekki fyrir reyndist ekki mögulegt að birta þær upplýsingar. Sama átti við um upplýsingar um höfnun ígræðis, sem voru oft ekki nægilega nákvæmar, sérstaklega fyrir fyrstu ígræðslurnar. Tölfræðiúrvinnsla Upplýsingar voru skráðar í Microsoft Excel (Microsoft Corp, Red- mond, WA). Lýsandi tölfræðileg úrvinnsla fór fram með Microsoft Excel og R (Version 3.6.1, The R Project for Statistical Computing, r-project.org). Við útreikning á nýgengi hjartaígræðslu var bæði notað hrátt þýði og aldursstaðlað þýði WHO.16 Lifun var metin með aðferð Kaplan-Meier og miðast útreikningar við 1. mars 2019. Meðaleftirfylgd var 10,3 ár, eða allt frá 1 mánuði og upp í 31 ár. Niðurstöður Á þeim rúmlega þremur áratugum sem rannsóknin tók til fengu 24 Íslendingar ígrætt hjarta, þar af einn einstaklingur í tvígang. Þrír fengu ígrætt hjarta og lungu samtímis og aðrir tveir hjarta- og nýraígræðslu samtímis. Allir sjúklingar sem fengu samtímis hjarta- og lungnaígræði voru með lungnaháþrýsting og Eisen- menger-heilkenni. Karlar voru 19 (79%) en konur 5 (21%) og var meðalaldur við ígræðslu 38 ár (bil 4-65 ár). Fyrir ígræðsluna höfðu 5 sjúklingar fengið tímabundið ígrætt hjálparhjarta (left ventricular assist device, LVAD). Tuttugu aðgerðanna voru framkvæmdar á Sahlgrenska-sjúkra- húsinu í Gautaborg, en þrjár á Harefield-sjúkrahúsinu í Lundún- um og tvær á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Á mynd 1 sést hversu margir Íslendingar miðað við milljón íbúa hafa fengið ígrætt hjarta árlega frá 1988. Yfir allt tímabilið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.