Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 19

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 495 R A N N S Ó K N INNGANGUR Tímabundið minnisleysi (Transient Global Amnesia, TGA) er góð- kynja heilkenni sem einkennist af skyndilegu framvirku minnis- leysi sem gerir einstaklingnum ómögulegt að mynda nýjar minningar meðan á kasti stendur. Heilkennið birtist án annarra staðbundinna taugaeinkenna og án skerðingar á meðvitund. Minnisleysið gengur sjálfkrafa yfir á innan við 24 klukkustund- um. Meðan á kastinu stendur spyr sjúklingur gjarnan aftur og aft- ur sömu spurninga, er óáttaður á stað og stund en áttaður á eigin persónu. Afturvirkt minnisleysi, einhverja daga eða mánuði aftur í tímann, fylgir oft TGA, en þær minningar koma til baka þegar kastið er yfirstaðið. Tímabundið minnisleysi hefur engar þekktar afleiðingar nema minnisgloppu sem nær yfir tíma kastsins.1,2 TGA hendir fólk að jafnaði ekki nema einu sinni, en sumar rannsóknir hafa sýnt að 2,0-23,8% einstaklinga með sögu um TGA fái endur- tekin köst.3 Árið 1964 var 17 tilfellum lýst af Fisher og Adams, og gáfu þeir heilkenninu nafnið Transient Global Amnesia.4 Þar lýstu þeir því að sjúklingarnir upplifðu skyndilegt framvirkt minnisleysi og spurðu endurtekinna spurninga sem varði í mínútur eða klukkustund- Auður Gauksdóttir1 læknanemi Ólafur Árni Sveinsson1,2 sérfræðingur í taugasjúkdómum 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2taugalækningadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ólafur Árni Sveinsson, olafursv@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Tímabundið minnisleysi (Transient Global Amnesia, TGA) er góðkynja heilkenni sem einkennist af skyndilegu minnisleysi og gengur yfir á innan við 24 klukkustundum. TGA birtist án annarra staðbundinna taugaeinkenna. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka heilkennið á höfuðborgarsvæðinu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýsandi afturskyggn tilfellaröð á tímabilinu 2010-2021. Rannsóknin náði til allra einstaklinga sem fengu greininguna TGA (G45.4) á Landspítala á rannsóknartímabilinu. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: greiningarár, aldur við greiningu, kyn, einkenni, útleysandi þættir, upplýsingar um myndrannsóknir, áhættuþættir og heilsufarssaga. Úrvinnsla fór fram í Excel og Rstudio. NIÐURSTÖÐUR Alls greindust 348 TGA-köst, að meðaltali 29 á ári, þar af voru 9,9% með fyrri sögu um TGA. Meðalaldur var 64,1 ár og voru 50% á aldursbilinu 58-70 ára. Kynjaskipting var jöfn (49,9% konur). Mögulegur útleysandi þáttur fannst í 53,7% tilvika. Sá algengasti var líkamleg áreynsla (24,4%), þar á eftir voru hitastigsbreytingar í vatni og andlegt álag. Í 82,8% tilvika voru einstaklingar með hækkaðan blóðþrýsting við komu. Í 96% tilvika voru einstaklingar sendir í tölvusneiðmynd (í öllum tilvikum fundust engar bráðar breytingar) og í 36,2% tilvika í segulómskoðun. Í 10,3% segulómskoðana greindist flæðisskerðing á drekasvæði heilans. ÁLYKTANIR TGA er ekki óalgengt góðkynja ástand sem mikilvægt er að læknar þekki til, ekki síst til að forða sjúklingum frá frekari óþarfa rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinnar er varða aldur, kynjahlutfall og útleysandi þætti voru í samræmi við erlendar rannsóknir. Heilkennið er talið skýrast af vanstarfsemi í dreka heilans, sem klínísk birtingarmynd og myndgreiningar styðja við. Orsökin er þó enn óþekkt. Tímabundið minnisleysi – tilfellaröð frá 2010-2021

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.