Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 20
496 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N ir, án annarra staðbundinna taugaeinkenna. Þessir sjúklingar náðu fullum bata, að frátaldinni minniseyðu sem hafði mynd- ast samsvarandi við tíma kastsins. Frá 1990 hafa greiningarskil- merki kennd við Hodges og Warlow verið notuð sem grunnur að greiningu TGA (tafla I).5 Skömmu fyrir kast eru margir sjúklingar undir sérstökum kringumstæðum, eða verða fyrir einhverskonar álagi. Þetta álag sem eru útleysandi þættir geta bæði verið af andlegum eða líkam- legum toga. Útleysandi þættir sem hefur verið lýst eru til dæmis líkamleg áreynsla, kynlíf, valsalva-æfingar, sársauki og andlegt álag. Einnig er ekki óalgengt að sjúklingar verði fyrir hitastigs- breytingum stuttu fyrir upphaf TGA-kasts, eins og að fara í sjó- sund eða heita sturtu.4 Samkvæmt fyrri rannsóknum er árlegt nýgengi TGA um 5-11 á hverja 100.000 íbúa.3,6 Algengara er að eldra fólk fái kast af tímabundnu minnisleysi, og hækkar nýgengið í 23,5-32 á hverja 100.000 einstaklinga ef einungis er tekið tillit til 50 ára og eldri.3,7 Ekki hefur tekist að sýna fram á eina sameiginlega orsök sem útskýrir TGA og hefur ástandið valdið fræðimönnum heila- brotum í gegnum tíðina. Helst hefur verið reynt að sýna fram á tengsl milli mígrenis, floga, geðrænna orsaka og æðakerfiskvilla, bæði slagæða- og bláæða, við TGA. Þó hefur ekki tekist að skýra birtingarmynd sjúkdómsins á fullnægjandi hátt út frá ofannefnd- um þáttum. Dreki (hippocampus) heilans gegnir lykilhlutverki við rúmfræðilegt minni og atburðaminni, og sérstaklega við festingu nýrra minninga. Drekinn er megin þátttakandi í taugahringrás Papez sem gegnir lykilhlutverki í myndun minninga. Ef truflun verður á þessari hringrás getur það birst sem minnisleysi með mismunandi birtingarmyndum eftir staðsetningu truflunarinnar. Staðbundin truflun á starfsemi eða skemmd í dreka birtist ekki síst sem framvirkt minnisleysi.8,9 Ef segulómskoðun (SÓ) er framkvæmd innan ákveðinna tíma- marka sést flæðisskerðing í hluta drekans hjá mörgum (36-84%) TGA-sjúklingum á flæðismyndaröðum (diffusion weighted imaging, DWI).10 Enn fremur sjást þessar breytingar oftast á CA1-svæði drek- ans.6,11,12 CA1-svæði drekans er sérstaklega viðkvæmt fyrir efna- skiptaálagi (metabolic stress), eins og blóðþurrð og súrefnisskorti. Rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós að slíkt álag getur breytt losun og upptöku glútamats á svæði CA1. Þessar rannsóknir benda til tengsla milli vissra útleysandi þátta og efnaskiptasamvægis (meta- bolic homeostasis) drekans í meingerð TGA.11,13,14 Tímabundið minnisleysi hefur aldrei verið rannsakað áður á Ís- landi. Var markmið þessarar rannsóknar að kortleggja heilkennið á höfuðborgarsvæðinu í gegnum komur á Landspítala, og kanna aldur, kynjahlutfall, samveikindi, útleysandi þætti, einkenni og greiningaraðferðir. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn tilfellaröð sem náði yfir tímabilið frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2021 (12 ára tímabil). Þýðið náði til þeirra sem fengu greininguna Transient Global Amnesia (ICD G45.4) samkvæmt Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála 10 (International Classification of Disea- ses and Related Conditions 10, ICD 10) á Landspítala. Kennitölur voru fengnar hjá vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala. Listinn samanstóð af 518 skráningum með greiningarkóðann G45.4, þar af var 81 skráning endurtekning á sama tilfelli. Til að teljast vera með staðfest TGA þurfti að upp- fylla greiningarskilyrðin í töflu I. Möguleg TGA voru tilvik sem ekki vöktu grun um annað sjúkdómsástand, en klíníska birtingar- myndin var óhefðbundin eða að nákvæmari upplýsingar skorti í sjúkraskrá. Af þeim 437 skráningum sem eftir stóðu reyndust 296 tilvik vera staðfest TGA, 52 möguleg TGA og í 89 tilvikum reyndist um ranga greiningu að ræða (mynd 1). Af þeim sem höfðu fengið ranga greiningu voru 10 tilfelli metin sem flog, 5 sem mígreni og fjögur sem skammvinn blóðþurrðarköst í heila. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám í Sögukerfi og Heilsu- gátt Landspítala. Skráðar voru upplýsingar um kyn, aldur við greiningu, aðra heilsufarssögu einstaklings eins og háþrýsting, blóðfituröskun og sögu um vanvirkan skjaldkirtil, auk lyfjanotk- unar. Sérstaklega voru skráðar upplýsingar um hvort einstak- lingar hefðu sögu um mígreni, flog, blóðþurrð í heila eða fyrra TGA-kast. Skráðir voru útleysandi þættir sem flokkaðir voru í lík- amlega áreynslu, andlegt álag, kynlíf, hitastigsbreytingar í vatni, sársauka, ferðalög og hósta- og uppköst. Einnig var skráð lýsing á almennum einkennum meðan TGA stóð yfir, blóðþrýstingur við komu á spítalann, hvort einstaklingur hefði farið í tölvusneið- Tafla I. Greiningarskilyrði Hodges og Warlow5 þar sem allir eftirfarandi þættir þurfa að vera til staðar. Vitni er til staðar að framvirku minnisleysi Engin skerðing á meðvitundarástandi né tap á þekkingu á eigin persónu Vitræn skerðing einskorðast við minnisleysi Engin staðbundin tauga- né flogaeinkenni Einkenni ganga yfir á innan við 24 klukkustundum Einstaklingur má ekki hafa hlotið nýtilkomið höfuðhögg Mynd 1. Flæðirit yfir rannsóknarþýðið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.