Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 497 R A N N S Ó K N mynd eða segulómskoðun, niðurstöður þeirra og hve langt var liðið frá einkennum að myndatöku. Upplýsingum var safnað í Microsoft excel-skjal. Tölfræðiúr- vinnsla og útreikningar voru framkvæmdir í RStudio, töflur voru gerðar í Microsoft Word, og gröf í RStudio. Notað var Fisher-til- gátupróf fyrir flokkabreytur en t-próf fyrir talnabreytur. Tölfræði- leg marktækni var miðuð við p<0,05. Tilskilin leyfi frá vísindarannsóknarnefnd heilbrigðisrann- sókna á Landspítala og vísindasiðanefnd (VSN-21-235) lágu fyrir áður en rannsókn hófst. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu greindust 335 manns með staðfest eða mögulegt TGA. Tólf fengu fleiri en eitt kast á tímabilinu. Kynja- skipting var með allra jafnasta móti, þar sem í heild greindust 167 konur og 168 karlar. Að meðaltali greindust 29 köst af TGA á Landspítala á hverju ári (mynd 2). Tafla II sýnir greiningar eftir árstíðum og mánuðum. Fæstar greiningar voru í febrúar og maí (n=25), en flestar í apríl (n=37). Ekki var þó marktækur munur á fjölda greininga eftir mánuðum (p=0,912). Flest TGA-köst voru á vormánuðum (1. mars - 31. maí). Lítill munur var þó milli árstíða. Í heild var meðalaldur 64,1 ár og helmingur einstaklinga var á aldrinum 58 til 71 árs og voru 88,7% einstaklinga á aldrinum 50-79 ára. Sá yngsti var 14 ára og sá elsti 91 árs. Ekki var munur milli kynja. Yfirlit yfir samveikindi (comorbidities) og mögulega áhættuþætti má sjá í töflu III. Í heild voru 46,0% einstaklinga greindir með há- þrýsting. Ef skoðað er eftir kyni voru 49,7% kvenna með háþrýsting (42,3% karla). Tíðni greinds háþrýstings jókst með hækkandi aldri (tafla III). Fleiri karlar voru með háar blóðfitur, eða 13,1% á móti 9,0% kvenna. Tvöfalt fleiri konur voru með mígreni, eða 13,2% á móti 6,5% karla. 12,6% kvenna voru með vanvirkan skjaldkirtil, en einungis 1,8% karla. Tveir karlar og tvær konur höfðu sögu um flogaveiki. Einungis tveir höfðu þekkta vitræna skerðingu við TGA-greiningu. Yfirlit yfir mögulega útleysandi þætti má sjá í töflu IV. Í 187 af 348 (53,7%) tilvikum tókst að skrá mögulegan útleysandi þátt. Algengast var að einstaklingur hefði verið undir líkamlegri Tafla II. Fjöldi kasta eftir árstíðum og mánuðum. Árstíð Mánuður Fjöldi staðfestra og mögulegra TGA-kasta Vetur Desember 30 = 82Janúar 27 Febrúar 25 Vor Mars 31 = 93Apríl 37 Maí 25 Sumar Júní 32 = 88Júlí 26 Ágúst 30 Haust September 27 = 85Október 31 Nóvember 27 Tafla III. Lýðfræðilegar upplýsingar og samveikindi. Fjöldi (%). Kyn Öll (N=335) TGA (N=288) Mögulegt TGA (N=47) Karl 168 (50,1) 143 (49,7) 25 (53,2) Kona 167 (49,9) 145 (50,3) 22 (46,8) Aldur Meðaltal (staðalfrávik) 64,1 (10,3) 63,9 (9,81) 64,9 (13,3) Miðgildi Spönn 65,0 [14,0 ,91,0] 64,0 [21,0, 91,0] 67,0 [14,0, 86,0) Aldursflokkur Öll (N=335) 49 ára (N=21) 50-69 ára (N=209) 70 ára (N=105) Þekktur háþrýstingur 154 (46,0) 3 (14,3) 86 (41,1) 65 (61,9) Háar blóðfitur 37 (11,0) 0 (0) 29 (13,9) 8 (7,6) Vanvirkur skjaldkirtill 24 (7,2) 0 (0) 16 (7,7) 8 (7,6) Saga um mígreni 33 (9,9) 3 (14,3) 23 (11,0) 7 (6,7) Saga um blóðþurrð í heila 36 (10,7) 1 (4,8) 15 (7,2) 20 (19,0) Saga um flog 4 (1,2) 0 (0) 4 (1,9) 0 (0) Saga um vitræna skerðingu 2 (0,6) 0 (0) 1 (0,5) 1 (1,0) Saga um fyrra TGA 33 (9,9) 0 (0) 18 (8,6) 15 (14,3) Mynd 2. Fjöldi TGA-kasta eftir árum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.