Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 23

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 499 R A N N S Ó K N ingaraðferða. Kynjaskipting var jöfn, meðalaldur var 64,1 ár við greiningu og var helmingur rannsóknarþýðisins á aldursbilinu 58-70 ára. Mögulegur útleysandi þáttur var skráður í 54% tilvika, þar sem líkamleg áreynsla var algengasti útleysandi þátturinn, og þar á eftir hitastigsbreyting í vatni. Engin augljós tengsl sáust milli áhættuþátta og TGA. Langflestir voru með hækkaðan blóð- þrýsting við komu á spítala. Stærstur hluti var sendur í tölvusneið- mynd og rúmlega þriðjungur í segulómskoðun. Á rannsóknartímabilinu greindust á Landspítala að meðaltali 29 köst af TGA á ári. Ef við miðum við fólksfjölda á höfuðborgar- svæðinu 1. janúar 2016,15 sem var 209.513, eru þetta um 13,8 tilvik á hverja 100.000 íbúa. Sú tíðni er áþekk en þó heldur hærri en niður- stöður annarra rannsókna (5-11 á hverja 100.000 íbúa).3,6 Þess ber þó að geta að hluti sjúklinga í okkar rannsókn var ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu og því ekki um nákvæmar faraldsfræðilegar tölur að ræða. Ekki var marktækur munur á fjölda greininga eftir mánuðum. Til eru rannsóknir sem sýna vissan árstíðabundinn breytileika. Í ísraelskri rannsókn náði fjöldi greindra TGA-kasta hámarki að vetri og vori. Á Ítalíu voru flestar greiningar gerðar á köldustu mánuðum vetrar, og í pólskri rannsókn var hámarki náð að sumri og vori til.16-18 Kynjaskipting rannsóknarþýðis okkar var jöfn, sem samræmist öðrum erlendum rannsóknum sem hafa ekki sýnt fram á marktækan kynjamun.19 Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að stærstur hluti einstaklinga sem fá TGA séu á aldrinum 50- 80 ára. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru í samræmi við það. Meðalaldur var 64,1 ± 10,3 ár.4,20 Spönn aldursdreifingar var þó frá 14 til 91 árs og því mikilvægt að hafa TGA-greiningu í huga á breiðu aldursbili. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli tímabundins minnisleysis og mígrenis.21,22 Í okkar rannsókn voru 9,9% einstak- linga með sögu um mígreni, 13,2% kvenna og 6,5% karla. Þessar tölur benda ekki til augljósra tengsla milli mígrenis og TGA þar sem algengi mígrenis meðal fullorðinna í almennu þýði er 14,7- 15,9%, 8-10,7% hjá körlum og 17,6-21% hjá konum.23 Í þessari rannsókn voru 1,2% einstaklinga með sögu um flog, en það er nálægt algengi flogaveiki (0,7-1,2%) í almennu þýði.24 Næstum helmingur sjúklinga var með þekktan háþrýsting við TGA-greiningu (46%), sem geta virst sláandi tölur. Ef þessar töl- ur eru skoðaðar út frá aldursflokkum þá voru 37% einstaklinga á aldrinum 50-59 ára, 43,8% 60-69 ára og 62,5% einstaklinga á aldrin- um 70-79 ára með háþrýsting. Þegar þessar tölur eru bornar saman við rannsóknarniðurstöður á algengi háþrýstings, sést að algengi háþrýstings meðal einstaklinga á aldrinum 40-59 ára er 33,2% og hækkar í 63,1% hjá einstaklingum eldri en 60 ára. Þessar tölur benda því ekki til tengsla milli háþrýstings og TGA.25 Algengi heilablóðfalls í erlendu þýði hjá einstaklingum eldri en 60 ára er 7,6%, sem eru áþekk, þó aðeins lægri en 10,7% í þessari rannsókn.26 Erfitt er þó að fullyrða um orsakasamband. Fjöldi skráðra mögulegra útleysandi þátta var 54%, sem helst í hendur við það sem fyrri rannsóknir hafa sýnt (28-89%).4,20 Áhuga vakti hve margir voru að vinna niður fyrir sig, svo sem að sinna garðvinnu, moka eða þrífa. Meðallengd kasta var 3,62 klukku- stundir, sem er heldur styttri en í öðrum rannsóknum, þar sem meðallengd kasta er vanalega á bilinu 4-6 klukkustundir.4,7,27 Munurinn gæti skýrst af því að einungis var áætluð tímalengd í um 75% tilvika, og líklegra að það hafi þótt erfiðara að áætla tímalengd í lengri köstum. Einkenni samhliða minnisleysi voru í takt við það sem áður hefur verið lýst, svo sem vægur höfuðverk- ur, ógleði og svimi.28 Í þessari rannsókn höfðu 13,1% þýðisins sögu um fleiri en eitt TGA-kast, sem er í samræmi við endurkomu tíðni í öðrum rannsóknum, sem hafa sýnt fram á endurkomu hjá 3-24% einstaklinga.3 Af þeim sem fóru í segulómskoðun var hægt að greina flæðis- skerðingu í dreka heilans hjá 13 (10,3%) einstaklingum, sem áður hefur verið lýst í rannsóknum. Sú tala er í samræmi við aðrar rannsóknir.19,20 Rannsóknir hafa þó sýnt að hægt er að sjá flæðis- skerðingu hjá allt upp í 85% einstaklinga eftir TGA-kast, ef ómunin er framkvæmd á réttum tíma og með bestu mögulegu aðferðum.29 Styrkleikar og veikleikar Þessi rannsókn er sú fyrsta hér á landi sem gefur yfirlit yfir greind tilvik af tímabundnu minnisleysi. Styrkleiki rannsóknarinnar liggur í því að ná yfir fremur langt tímabil, 12 ár, og náði rannsóknin þannig til margra tilvika af TGA. Leiða má líkur að því að flestir sem fá TGA-kast á höfuðborgarsvæðinu leiti á Landspítala, og þá sérstaklega á bráðamóttöku, þar sem ástandið getur vakið töluverðan ugg. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að einhver TGA-köst séu greind annars staðar en á spítalanum. Auk þess er ekki fullvíst að öll tilvik af TGA hafi verið réttilega skráð með viðeigandi ICD-10 greiningarkóða á Landspítala. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn. Þar með fæst ónákvæmari skráning á þeim þáttum sem skoðaðir voru, en ef um framskyggna rannsókn væri að ræða. Auk þess var sjúkrasaga ein- göngu könnuð í sjúkraskrárkerfi Landspítala (Sögu og Heilsugátt) og ekki er víst að allar greiningar, eins og á samveikindum eða áhættuþáttum, hafi verið skráðar þar. Samantekt Tímabundið minnisleysi er ekki óalgengt en góðkynja ástand sem mikilvægt er að læknar þekki. Það er ekki síst til að forða einstak- lingum frá óþarfa rannsóknum. Ástandið birtist á nokkuð drama- tískan hátt og veldur sjúklingum og aðstandendum oft miklum áhyggjum, er því mikilvægt að læknar hafi vissa þekkingu á TGA og geti gert grein fyrir góðum horfum þess. Endurkomutíðni TGA er lág og ekki hefur tekist að sýna fram á auknar líkur á öðrum sjúkdómum. Þau sem greinast með TGA eru almennt frekar hraust fólk, á miðjum aldri og kynjahlutföll eru jöfn. Voru niðurstöður rannsóknarinnar í samræmi við erlendar niðurstöður. Ekki sáust augljós tengsl tímabundins minnisleysis við mígreni, flog né heilablóðþurrð. TGA er sérstakt heilkenni sem hefur enn óþekkta undirliggjandi orsök. Greinin barst til blaðsins 1. júlí 2022, samþykkt til birtingar 27. september 2022.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.