Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 27

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 503 semi slageininga og segaleysandi meðferð í æð (tissue plasminogen activator, t-PA). Á árunum 1980 til 1985 var NIHSS-skalinn (National Institutes of Health Stroke Scale) þróaður sem staðlaður matskvarði á brottfallseinkennum eftir blóðþurrðarslag. Hann var notaður til þess að meta árangur segaleysandi meðferðar við rannsóknir sem voru að hefjast.5 Meðferðin fékkst samþykkt af bandaríska lyfja- eftirlitinu eftir eina slembiraðaða rannsókn, sem er einstakt í sögu lyfjaeftirlitsins. Notkun lyfsins hófst í Bandaríkjunum 1996 en í kringum 1999 í Evrópu. Enn ein varðan í meðferð slagsjúklinga var tilkoma sega- brottnáms, æðainngrips sem beitt er þegar lokun verður í stærri heilaslagæðum. Rannsóknir á árangri innæðameðferðar hófust upp úr 1990. Upp úr aldamótum fór möguleg gagnsemi þessa inn- grips smám saman að koma í ljós en það var svo um 2015 sem sýnt var fram á óyggjandi árangur.6 Samhliða þessum framförum efldust rannsóknir á orsökum slag- æðasjúkdóma í heila og leikur myndgreining þar eitt lykilhlutverk ásamt öflugum taugaröntgenlæknum. Árið 1981 var tekið í notkun fyrsta tölvusneiðmyndatækið hér á landi en sú tækni umbylti grein- ingarvinnu tengdri slagi og öðrum heilaæðasjúkdómum Enn frek- ari framfarir urðu þegar segulómrannsóknir komu til sögunnar hér á landi árið 1991 en þær stórbættu bæði snemmgreiningu og mis- munagreiningu heilaslags. Ljósi var varpað á mikilvæga áhættu- þætti slags, svo sem þrengingar í hálsslagæðum (carotis stenosis) og sýnt var fram á gagnsemi skurðaðgerða7 en fyrsta aðgerð á hálsslag- æð (carotis endarterectomia) á Íslandi var gerð árið 1968.8 Athyglin beindist einnig að hjartsláttaróreglu sem öðrum meginorsakavaldi slagæðalokana og mikilvægi blóðþynningarmeðferðar.9 Þannig má sjá að mikil framþróun hefur orðið í meðferð heilaslags á síðustu áratugum. Miðað við ritstjórnargrein Elíasar Ólafssonar árið 1999 „Meðferð slags, morgunn nýs dags“ þar sem hann fór yfir stöðu meðferðar,4 má segja að nú sé sannarlega risinn nýr dagur í meðferðarmöguleikum hjá slagsjúklingum. Vörðurnar þrjár Slageining Á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar var vaxandi áhugi á slageiningum sem hluta af meðferð bráðaslags. Slageining er sér- hæfð eining innan sjúkrahúsa sem sinnir öllum þáttum í meðferð sjúklinga með slag. Þar er lögð rík áhersla á að hefja endurhæfingu Y F I R L I T S G R E I N sem allra fyrst eftir áfall, gagnstætt því sem áður var. Starfsem- in er þverfagleg og byggir á náinni samvinnu margra fagstétta, ekki síst sérhæfðra hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga. Slageining var fyrsta stóra framfaraskrefið í meðferð slagsjúklinga og kom til löngu fyrir tíma segaleysandi meðferðar eða segabrottnáms. Þessi nýju viðhorf í meðferð slagsjúklinga féllu lengi í misjafnan jarðveg meðal lækna víða um heim. Framan af var þessi hugmyndafræði aðallega bundin við Norð- urlönd og nokkur Evrópulönd. Þeir sem voru í forsvari fyrir þessa nýju hugmyndafræði stóðu fyrir ráðstefnum sem haldnar voru reglulega frá því um 1980. Smám saman breiddist þessi boðskapur út og slageiningar urðu almennari í Evrópu. Um 1990 birtust sam- anburðarrannsóknir sem staðfestu gagnsemi slagdeilda og var fyrsta rannsóknin (1991) frá Noregi.3,c Fljótlega var tvenns konar fyrirkomulag slagdeilda í umræðunni sem hvort tveggja skilaði árangri. Annars vegar bráðaslagdeild sem tók á móti öllum með bráðaslag strax við innlögn, án tillits til aldurs og alvarleika ein- kenna, og hins vegar það að leggja sjúklinga fyrst inn á lyfjadeildir og flytja síðan valinn hóp slagsjúklinganna á endurhæfingardeild í líkingu við Grensásdeild Borgarspítala. Árið 1988 var stofnuð sérhæfð taugalækningadeild við Borgarspítalann, endurhæfingar- og taugalækningadeild. Starf- semin fór fram í húsnæði sjúkrahússins á Grensási. Þar voru starf- andi taugalæknarnir Einar Már Valdimarsson, Torfi Magnússon og Finnbogi Jakobsson ásamt Ásgeiri B. Ellertssyni yfirlækni og hafði slageiningin 15 rúm til umráða. Einar Már Valdimarsson, taugasérfræðingur, kom heim úr sérnámi í Svíþjóð árið 1980. Þar hafði hann kynnst vitundarvakningu um mikilvægi endurhæf- ingar strax í bráðafasa slags. Einar Már réð sig til starfa á Grensás- deild og hóf undirbúning að sérhæfðri slageiningu.10 Tauga- læknarnir stóðu fyrir bakvakt við sjúkrahúsið og lögðu áherslu á að sem flestir slagsjúklingar flyttust eins fljótt og fært var af bráða- móttökunni á slageininguna. Í forgangi voru sjúklingar sem talið var að ættu bestu endurhæfingarmöguleikana. Á þessum tíma hafði Borgarspítali bráðavakt annan hvern dag á móti Landspít- ala. Smám saman byggðist upp öflug slageining á Grensás þar sem c Rannsóknin náði til 220 sjúklinga með bráðaslag. Þeim var slembiraðað á annaðhvort sérhæfða slagdeild (n=110) eða almenna legudeild (n=110). Ári síðar voru 63% slagdeildarsjúklinganna heima hjá sér, en 45% samanburðarhópsins; 25% slagdeildarsjúklinganna voru látnir og 33% samanburðarhópsins. Sjúklingur í endurhæfingu ásamt Þór Halldórssyni, fyrsta yfirlækni öldrunarlækningar- deildar Landspítala og Guðrúnu Elíasdóttur, fyrstu deildarhjúkrunarkonu taugalækn- ingadeildar Landspítala. Grensásdeild Borgarspítalans sem upphaflega var hannað sem hjúkrunarheimili. Þar var starfrækt endurhæfingadeild frá árinu 1973 en sérhæfð endurhæfinga- og tauga- lækningadeild var opnuð í húsnæðinu árið 1988.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.