Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2022, Qupperneq 29

Læknablaðið - 01.11.2022, Qupperneq 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 505 hér á landi en víða eru taugalæknar hlutfallslega fáir og meðferð bráðaslags að mestu í höndum annarra sérgreina.17 Á þessum tíma voru margir læknar vantrúaðir á þessa með- ferð og ekki sjálfgefið að koma henni á fót svo skjótt. Meðferðin reyndist árangursrík og rannsóknir sýndu fljótlega fram á gagnsemi hennar hjá þessum sjúklingahópi.18 Þrátt fyrir þessar afgerandi niðurstöður um árangur meðferðarinnar, finnast enn einstaka efasemdamenn í röðum lækna. Verkferlar hafa verið í stöðugri þróun frá upphafi meðferðar- innar og hafa margir komið að þeirri mikilvægu vinnu, jafnt taugalæknar sem aðrar stéttir sem að meðferðinni koma. Til að lyf- ið skili sem bestum árangri skiptir kapphlaupið við tímann miklu máli. Smátt og smátt hefur tekist að koma á straumlínulöguðum verkferlum sem fela í sér samstarf mismunandi sérgreina og er það lykillinn að skjótri og árangursríkri meðferð. Ferlið felur þannig í sér hárrétt viðbrögð allt frá upphafi einkenna og þar til meðferð er gefin inni á sjúkrahúsi. Þetta hefur gefið mjög góðan árangur á Landspítala og hægt er að nálgast þessa verkferla á innri síðu spítalans. Innæðameðferð Þrátt fyrir góðan árangur t-PA-meðferðar var þörf á öflugri meðferð við stærri blóðþurrðarslögum þar sem lokun verður í stórum heilaslagæðum. Talið er að gjöf t-PA leysi upp minni blóðsega í 60-80% tilvika en við stærri sega er árangurinn ekki nema 10-30%.19 Þannig hófust snemma tilraunir með innæðameð- ferð (endovascular treatment). Upp úr 1990 var kannaður árangur innæðameðferðar þar sem gefin var staðbundin segaleysandi meðferð með urokínasa og síðar t-PA í gegnum örlegg (microcathet- er). Árið 1999 voru niðurstöður ProActII-rannsóknarinnar birtar en í henni var notast við urokínasa með takmörkuðum árangri.20 Því var leitast við að þróa aðrar aðferðir til þess að fjarlægja sega- lokanir í stað þess að reyna að leysa þær upp. MERCI (Mechanical Embolus Retrieval in Cerebral Ischemia) var fyrsta viðurkennda áhaldið sem notað var í þeim tilgangi en fyrstu niðurstöður um árangur þessa inngrips birtust árið 2005. Enduropnun æða tókst Y F I R L I T S G R E I N þó einungis í um helmingi tilvika.21 Þörf var á betri aðferð og fóru menn að prófa sjálfþenjandi stoðnet til segabrottnáms, sem síð- ar leiddi af sér „solitaire retrievable stent“-tæknina. Þetta reyndist algjör bylting við meðhöndlun lokana stærri heilaslagæða, leiddi til mun betri enduropnunartíðni og útkomu fyrir sjúklinga.22 Á þessum tíma voru læknar þó ekki enn sannfærðir um ágæti innæðameðferðar og oft réðu staðbundin viðhorf og vinnulag þeirra hversu mikið henni var beitt. Þarna komu út nokkrar smáar og misgóðar rannsóknir sem ekki greiddu götu meðferðarinnar. Á árunum 2014-2015 voru hins vegar gerðar nokkrar vandaðar slembiraðaðar rannsóknir sem uppfylltu ákveðin skilmerki (sýna fram á næræðalokun (proximal occlusion) með myndrannsókn, lögð áhersla á skjóta meðferð og ákveðin skilgreind áhöld voru notuð). Þegar þær rannsóknir voru teknar saman var sýnt fram á frábæran árangur meðferðarinnar með óyggjandi hætti (NNT 2.6).23 Þessi aðferð breiddist því mjög hratt út og varð fljótt stöðluð meðferð á flestum slageiningum erlendis. Á Íslandi var þessi meðferð lengi vel ekki í boði, meðferðin er mjög sérhæfð og ekki sjálfgefið að koma á fót slíkri þjónustu í svo fámennu landi. Vilhjálmur Vilmarsson, annar greinarhöfunda, hafði verið í sérnámi í taugainngripum (neurointervention) í Svíþjóð um árabil og kom til landsins árið 2016 með það fyrir augum að koma slíkri starfsemi á laggirnar. Árið 2017 var svo fyrsti sjúk- lingurinn með lokun í miðhjarnaslagæð (artery cerebri media) með- höndlaður með segabrottnámi með mjög góðum árangri. Daginn eftir inngrip var hann nær einkennalaus. Árangur þessa inngrips er því verulegur þegar vel gengur sé litið til þeirra slæmu horfa sem annars bíða þessara sjúklinga. Frá þessum tíma hefur verið haldið úti því sem næst samfelldri vaktþjónustu við spítalann á æðaþræðingadeildinni í Fossvogi og hafa fjölmargir fengið slíka meðferð. Í dag hafa tveir inngripslæknar til viðbótar fengið þjálf- un á Landspítala í innæðameðferð slagsjúklinga og er starfsemin þannig í föstum sessi. Göngudeild Að lokum er vart hægt að ljúka yfirferð um meðferð heilaslags án þess að minnast á þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á göngu- Æðaþræðingastofa Landspítalans i Fossvogi. Vilhjálmur Vilmarsson, sérfræðingur í æðainngripum við Landspítalann.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.