Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2022, Qupperneq 32

Læknablaðið - 01.11.2022, Qupperneq 32
508 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 F R É T T I R Árlegur fundur ritstjórna norrænu læknablaðanna var haldinn á Hótel Holti í 101 Reykjavík í lok september. Tuttugu manna hópur fjallaði um blöðin: um efnið, auglýsingarnar, prentunina, netið, lesend- urna, og ekki minnst um margbrotinn heim nútímamiðlunar: twitter, facebook, alnetið sjálft, tiktok, hlaðvörp, myndbönd, instagramm. Blöðin eiga allt sameiginlegt og það er ritstjórnum þeirra lífsbjörg að hittast og sjást og talast við. Á Norðurlöndunum eru læknafélögin útgefendur blaðanna og ritstjórnir eru skipaðar fulltrúum sérgreinafélaga. Blöðin eru öll bæði með ritrýndar fræðigreinar eftir vísindalegum stöðlum (doi-merktar og skráðar á PubMed og víðar) og félagslegt efni: viðtöl og fasta penna. Blöðin standa misvel eins og gengur og alls staðar í heiminum hækkar verð fyrir prentun og dreifingu. Flest norrænu blöðin hafa brugðist við með því að fækka tölu- blöðum. Lokasvar allra á fundinum var þó það að prentun hefur algjöran forgang, – engin miðlun tekur henni fram. Hvert tölublað lifir lengi og er lesið af mörgum, – fréttir lifa hátt en skemur, en ritrýnt efni eins og yfirlitsgreinar eru lesnar mikið og lengi, – verða jafnvel kennsluefni árum saman, – og upplýstir og leitandi sjúk- lingar finna þar haldgóð svör við mörgum spurningum. Danir eru komnir svo langt að hafa upplestur tiltækan á hluta af efni blaðsins, – þá er hægt að hlusta á grein. Ritstjórnir blaðanna beita sér mark- visst í að fá lækna til liðs við blöðin með viðtölum, skoðanaskiptum og skrifum og til að ritrýna: það þarf að endurnýja rit- rýnahópinn og hann þarf að endurspegla félagahópinn í læknafélaginu og færa þá vísindalegu hefð milli kynslóða og kynja. Margt fleira bar á góma, ekki síst ástandið í heiminum. Stríðið í Úkraínu brennur mun heitar á frændum okkar en okkur en sama skylda hvílir þó á öllum blöðunum: að halda í heiðri og brýna vit- und lækna um mannúð og reglur lækna- samfélagsins sem er að finna í Codex Ethicus. Fundurinn sat ekki bara inni bak við luktar dyr heldur setti upp regnhlífina og skoðaði bækistöðvar deCode og Kerecis. – Næsti fundur ritstjórnanna verður haldinn að ári í Noregi. VS Ritstjórnir norrænu læknablaðanna í heimsókn Fulltrúi danska læknablaðsins, Elizabeth Gatzwiller, fór á gosstöðvarnar í Geldingadölum með myndavélina sína. Þar er enn heitt í kolunum. Mynd af hópnum við dna-keðjuna í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Mynd: Védís. „Við þurfum að hugsa um að greina lungnatrefjun fyrr og meta hvort við eig- um að skima fyrir þessum sjúkdómi, hvort sem er með myndgreiningu eða blóð- rannsóknum,“ segir Gunnar Guðmunds- son, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann leiddi 320 manna ráðstefnu, International Colloquium on Lung and Airway Fibrosis, ICLAF 2022, sem haldin var í Hörpu í byrjun október. Þátttakendur komu frá 25 löndum. „Það er vaxandi áhugi á að greina band- vefsmyndanir áður en skemmdir verða miklar og vísbendingar um að hægt sé að greina þær fyrr en áður,“ segir hann. Meingerðin hafi nú verið skilgreind á þann máta að finna megi ný lyf við vand- anum. Gunnar bendir á að sjúkdómurinn valdi þungri byrði og hafi háa dánartíðni og þeim fjölgi sem glími við hann. „Ástæðan er sú að allar þjóðir eru að eldast.“ Lungnatrefjun megi líkja við að fá ör á húðina svo bandvefur myndast. „Sjúklingurinn fær ör á lungun og situr uppi með þau. Það gengur ekki til baka og með tímanum heldur lungnastarfsemin áfram að versna.“ Lungnatrefjun geti leitt til öndunarbilunar. Gunnar segir þróunina kringum þekk- ingu á sjúkdómnum hafa verið hraða síð- ustu 5-10 ár. Þá hafi athyglisverð þekking myndast við COVID-19. „Nýr bandvefur myndaðist eftir COVID en það er svo stutt liðið frá faraldrinum að erfitt er að Um 320 manns á lungnaráðstefnu í Hörpu Gísli Þór Axelsson kynnti niðurstöður rannsóknar frá Hjartavernd á ráðstefnunni. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, hélt áhugaverðan fyrirlestur um eldfjöll á Íslandi og áhrif þeirra á heilsufar jarðarbúa.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.