Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 36

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 36
512 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Landspítali skoðar nú í fyrsta sinn krossgjöf frá lifandi nýrnagjöfum milli landa. Margrét Birna Andrésdóttir, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, segir að oft þegar fólk vilji gefa ættingja nýra passi það honum ekki. Með þessu móti sé fundinn annar þegi og um leið tryggt að ættinginn fái fullnægjandi líffæri. Þrettán eru nú á biðlista eftir nýra ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Líffæralottópotturinn stækkar með norrænni samvinnu V I Ð T A L „Passi nýrað ekki, er hægt að skrá gjafa og þega í krossgjöf innan Skandiatransplant. Þar er brugðist við því þegar fólk vill gefa en passar ekki saman, oftast vegna blóðflokka- eða vefjaflokkamisræmis, og gjafinn þá reiðubúinn að gefa ókunnum nýrað sitt um leið og hann tryggir þeim nákomna annað,“ lýsir Margrét Birna Andrésdóttir, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala. Fyrsta slíka skiptið sé nú skoðað hér á landi. „Aðgerðirnar fara fram á sama tíma. Þetta er prógramm sem við köllum STEP og hefur verið stundað í Hollandi, Banda- ríkjunum, Bretlandi og víðar,“ segir hún. Nú sé unnið að því að fá íslenska gjaf- ann samþykktan í Svíþjóð. „Síðan er ferlið þannig að dregið er þrisvar á ári úr öllum hópnum. Þá skiptir miklu máli að finna sem flesta sem passa saman,“ segir hún. Happdrætti nýrnaígræðslunnar? „Já, svo má segja,“ svarar hún sposk. „Þá kemur í ljós hvort hentugan gjafa er að finna í þeim potti. Stundum náum við að mynda keðju líffæraþega. Þetta hefur gefist ágætlega. Útkoman er fín og þetta fyrirkomulag rétt að byrja.“ Bæði Norð- menn og Finnar séu í sömu sporum og Íslendingar; á byrjunarreit. Margrét hefur verið yfirlæknir nýrna- lækninga á Landspítala frá árinu 2017 og ráðin til 5 ára 2019. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í nýrnasjúkdómum á Landspítala frá árinu 2001 og veitt ígræðslugöngudeild forstöðu frá árinu 2003 — árið sem aðgerð á lifandi gjafa var fyrst gerð. Fleiri látnir gjafar en lifandi „Það kom til því að Jón Jónsson, íslenskur ígræðslulæknir í Bandaríkjunum, var reiðubúinn að koma og kenna okkur,“ segir hún. Síðan hafi um 125 slíkar að- gerðir farið fram hér á landi. Kosturinn við lifandi gjafa sé almennt minni bið og sprækara nýra. „Kaldur blóðþurrðartími er nánast enginn og nýrað endist almennt betur,“ segir hún. Lengst af hafi 60% nýrnaígræðslna hér á landi verið úr lifandi gjöfum en síðustu ár hafi dæmið snúist við. „Við höfum síðastliðin ár verið í sam- starfi við Sahlgrenska-sjúkrahúsið um ígræðslu nýrna úr látnum gjöfum. Hingað kemur þá teymi frá Gautaborg, tekur líf- færin og fer með út. Við sömdum þó um haustið 2019 að halda einu nýra eftir og getum því gert þá aðgerð hér á landi. Það hefur mikla kosti. Sjúklingurinn þarf ekki að fara út auk þess sem blóðþurrðartíminn er styttri.“ Hún segir að samvinnan nýtist þeim sérstaklega vel sem erfitt sé að finna nýra fyrir. „Það nýtist nýrnaþegum helst þegar þeir hafa mikið af vefjaflokkamótefnum,“ segir hún, og að slík mótefni geti til dæmis myndast við fyrri ígræðslur, hjá konum við meðgöngu og hafi einstak- lingur þegið blóðgjöf. „Þá skiptir máli að hafa stóran gjafapott.“ Skandiatransplant sé ígræðslustofnun í eigu 11 ígræðslusjúkrahúsa á Norðurlöndum og í Eistlandi með skrifstofu í Árósum. „Þar eru öll líffæri skráð í gagnagrunn auk upplýsingar um gjafa og þega. Upp- lýsingar eru svo notaðar þegar leitað er að nýra fyrir erfiðasta hópinn, sem er þá í forgangi þegar nýra býðst.“ Fimmtán aðgerðir hafi verið gerðar hér frá samningnum. „Um 15-20 hér á landi fá nýra á ári. Sum í Gautaborg, önnur hér og þeim fjölgar. Við höfum í ár gert 7 aðgerðir og tvær hafa verið gerðar ytra.“ Þar ráði mótefnamælingarnar för. „Ef sjúklingar eru án mótefna getum við gert aðgerðirnar hér heima.“ Hátt í 20 líffæraþegar á ári Margrét segir 13 nú á biðlista. „Af þeim er helmingur ekki með mótefni og því á lista fyrir aðgerð hjá okkur,“ segir hún. Biðtími þeirra sem bíði eftir líffæragjöf hér heima hafi verið frá tveimur vikum í 6 mánuði. „Það er nú ekki lengra og þykir ekki langur biðtími,“ segir hún. Þrír þeirra sem nú bíði séu hins vegar með meðalmikil mótefni. „Þeir hafa beðið í nokkra mánuði að einu og hálfu ári.“ Þá séu einstaklingar á listanum með mjög mikil mótefni og því á forgangslista Scandiatransplant. „Fyrir þá prófum við nú nýtt lyf sem geta eytt mótefnum tímabundið svo hægt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.