Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 44

Læknablaðið - 01.11.2022, Side 44
520 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Mér finnst Landspítali vera stærsta hjúkrunarheimili landsins,“ segir Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir sem er ný- komin til landsins eftir rúman áratug á Sahlgrenska. „Spítalinn er nýttur því það eru engin önnur úrræði. Því er farið með fólkið sem þarf þessa aðhlynningu á bráðamóttök- una. Svo liggur það þar og kemst ekkert annað. Hér vantar úrræði fyrir gamalt fólk. Það er stærsti vandi íslenska heil- brigðiskerfisins.“ Það sé pólitísk ákvörðun hvernig heilbrigðiskerfi eigi að bjóða. „Landspítali hefur verið í stórkost- legum vandræðum frá því við vorum læknanemar. Vandinn hefur færst til. Hann var áður mikill á lyflæknadeildum en færðist yfir á bráðamóttökuna. Nú á að færa hann aftur á deildir.“ Læknablaðið settist niður með læknun- um þremur sem allar hafa snúið heim úr sérnámi erlendis. Blaðið vill ná þeim á meðan þær hafa enn glögga gestsaug- að. Katrín hóf aftur störf á Landspítala í júlí eftir áratug á Sahlgrenska og Helga Tryggvadóttir krabbameinslæknir í lok Við söknum verkferla og klínískra leiðbeininga, segja þær Helga Tryggvadóttir krabbameins- læknir, Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir og Hildur Jónsdóttir almennur lyflæknir og spítalisti, sem allar eru komnar heim eftir að hafa sérhæft sig erlendis. Ástandið í íslenska heilbrigðiskerfinu fældi þær ekki frá. Ákvörðunin um að snúa heim sé stærri en starfið eitt ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ákvörðunin um að koma heim stærri en Landspítali ágúst eftir áratug í Lundi og Malmö. Hild- ur Jónsdóttir lyflæknir og spítalisti hefur nú starfað í ár á spítalanum eftir þriggja ára sérnám í Iowa í Bandaríkjunum. Samdauna bráðamóttökunni „Það var sjokk að koma til baka og sjá hvað ástandið á bráðamóttökunni hafði breyst til hins verra á þessum þremur árum. Einstaka sjúklingur var á gangin- um þar þegar ég fór út en þeir lágu út um allt þegar ég kom heim. Nú þegar ég hef verið heima í eitt ár er ég orðin samdauna þessu ástandi og finnst þetta vera venju- legt,“ segir Hildur þar sem þær þrjár setj- ast niður í Blásölum í Fossvogi á úrhellis- rigningarþriðjudagsmorgni. „Ég er hætt að pæla í þessu og er ánægð ef það eru 20 eða færri sem bíða innlagnar á lyflækningasvið á bráða- móttökunni. Mesti fjöldi sem ég hef haft þar eru 37,“ segir hún og býst aldrei við rólegri vakt. Helga er ekki á bráðamóttökunni. Hún mætir á krabbameinsdeildina sem hefur verið í fjölmiðlum vegna bágrar aðstöðu. „Þessar fyrstu vikur á krabbameins- deildinni hafa verið erfiðar. Það væri ákjósanlegt ef við værum fleiri,“ segir hún róleg og lýsir ólíkri vinnumenningu frá störfum sínum í Svíþjóð. „Úti var meira rými til að vera ný- útskrifaður sérfræðingur. Ég gat alltaf ráðfært mig og fengið stuðning. Eldri kollegar studdu þá yngri. Hér eru auð- vitað öll af vilja gerð að hjálpa, það er ekki það, en hér þurfa læknar að standa meira á eigin fótum. Það eru ekki jafn margir læknar að störfum,“ segir Helga. Sú vinnumenning virðist þó ólík milli deilda. Katrín segir að á gigtardeildinni séu haldnir markvissir fundir um stöð- una. Hins vegar finnist henni skorta á skýra ferla. Saknar sænsku ferlanna „Ég kem úr niðurnjörvuðu vinnuum- hverfi. Svíar eru með verklag fyrir allt sem við gerum. Ég sakna þess. Ég myndi vilja geta kynnt mér stefnu, verklag deilda

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.