Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | FRÍTT 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FÖSTUDAGUR 17. mars 2023 Ótrúlega gefandi og lærdómsríkt Hans Steinar Bjarnason ákvað fyrir fimm árum síðan að breyta um starfsvettvang. Eftir að hafa starfað við fjölmiðla í vel á þriðja áratug, bæði í sjónvarpi og útvarpi, tók hann við starfi upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna á Íslandi og sér ekki eftir því. 2 Hans Steinar Bjarnason og Sigríður Þóra Þórðardóttir eiginkona hans hafa undanfarin fjögur ár styrkt dreng í SOS Barnaþorpinu í Addis Ababa í Eþíópíu sem verður 10 ára í sumar. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og heimsótti drenginn í ferðinni til Eþíópíu nú í mars. MYND/AÐSEND Hljóðhimnar eru skemmtilegt upp- lifunarrými um tónlist fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI jme@frettabladid.is Hljóðhimnar, upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur í Hörpu, eru eins árs í mars og verður haldið upp á það með afmælishá- tíð laugardaginn 18. mars. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá í húsinu, tónleika, tónlistarleiki og heiðursgesturinn Maximús Mús- íkús heilsar upp á afmælisgesti. Það geta öll tekið þátt í afmælinu enda er boðið upp á kórónugerð með hönnuðum Þykjó, sem stóðu að hönnun Hljóðhimna. Dagskráin hefst klukkan 11.00 og lýkur um 13.30 þegar seinni Klapp, klapp, stapp, stapp-smiðju Sigga&Ingibjörgu lýkur. Hljóð- himnar eru þó opnir eins og venju- lega og býðst afmælisgestum að flæða frjálst á milli staða. Aðgang- ur er ókeypis og öll velkomin. Full dagskrá afmælishátíðar: n Vísa/Stemma - kl. 11.00-13.00. n Kórónugerð með ÞYKJÓ, n Hörpuhorn - kl. 11.30-12.00 og 13.00-13.30. n Klapp, klapp, stapp, stapp- smiðja með Sigga&Ingibjörgu. n Opin svæði/Hnoss/Hljóð- himnar - kl. 12.00 og 13.00. Maxímús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti. Í tilefni dagsins býður Rammagerðin upp á 20% afslátt og Hnoss verður með barna- bröns meðan á hátíðinni stendur. Þar verður áhersla lögð á skemmti- lega, litríka og næringarríka rétti sem öll fjölskyldan kann að meta. Búist er svo við að súkkulaðigos- brunnurinn veki mikla kátínu. n Afmæli Hljóðhimna Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Fermingar 2023 Emma Ottesen Gísladóttir er fyrirsæta á myndinni sem Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók. HALLDÓR | | 8 PONDUS | | 14 5 4 . T Ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | FRÉTTIR | | 4 LÍFIÐ | | 18 LÍFIÐ | | 16 MENNING | | 15 Hlakkar til að verða ráðherra F Ö S T U D A G U R 1 7 . M A R S| Allir sem vilja labba á þetta fjall geta gert það áfram. Halldór Kristjánsson, umboðsmaður kaupanda Horns Birtingarmyndir prinsessunnar N Ó I S Í R Í U S Umboðsmaður hjónanna sem keyptu jörðina Horn í Skorradalshreppi segir að byggingarnar verði reistar sem heimili. Almannaréttur á jörðinni verði virtur. kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustu- fyrirtækisins Nordic Luxury og umboðsmaður kanadísku hjónanna sem keyptu Horn, segir aðgengi að Skessuhorni ekki verða skert. Jörðin verði notuð sem einkaheimili. „Allir sem vilja labba á þetta fjall geta gert það áfram,“ segir Halldór. Eftir að Fréttablaðið greindi frá því að jörðin hefði verið keypt hefur fólk lýst yfir áhyggjum af því að aðgengi að fjallinu verði skert, þar á meðal formaður SAMÚT, samtaka útivistarfélaga. Halldór segir að almannaréttur- inn verði að sjálfsögðu virtur áfram. Það eina sem gerð verði athugasemd við, komi fólk í stríðum straumum, sé ef bílum verður lagt fyrir utan bæinn. „Það eru engin áhöld um að skerða eitt eða neitt þarna,“ segir Halldór og að umræðan sé blásin upp úr öllu valdi. Hjónin sem keyptu jörðina eru búsett í borginni Dúbaí í Samein- uðu arabísku furstadæmunum og hafa nokkrum sinnum komið til Íslands og ferðast um landið. Halldór segir að þau hyggist ekki nýta jörðina undir ferðaþjónustu eða neitt slíkt. „Þau eru að byggja sér hús sem þau ætla að nota stóran hluta af árinu fyrir sjálf sig,“ segir hann. Hugsanlegt sé að einhver hluti húsanna, sem telja samanlagt 1.700 fermetra, verði leigður út en ekkert sé ákveðið með það. „Það eru ekki áform um uppbyggingu á einu né neinu nema húsakosti fyrir þau.“ n Skessuhorn áfram opið öllum Á annað hundrað keppendur taka þátt í Íslandsmóti í 22 faggreinum Tækniskólans á framhaldsskólakynningunni Mín framtíð 2023 í Laugardalshöll. Takast keppendurnir á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á bæði hæfni þeirra og skipulagshæfileika. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Minningar í gömlum kössum Meira en kókaín og kellingar NEYTENDUR Kaffi hefur hækkað um 17 prósent og grænmeti um 16. „Þetta er galið,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Það er engin tilviljun að í þeim geirum þar sem engin samkeppni ríkir sé minnsta fyrirstaðan gegn því að ýta hækkunum út í verðlagið.“ Þar sem samkeppni sé virkari standi neytendur betur að vígi. „Í raun eru verðhækkanir orðnar ansi almennar og þær ná til f lestra matvöruflokka,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir hjá verðlagseftirliti ASÍ. SJÁ SÍÐU 4. Kjöt hækkað um tuttugu prósent Auður Alfa Ólafsdóttir, hjá verðlags- eftirliti ASÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.