Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 6
Rætkun á kókaplönt- un hefur aukist um 35 prósent undanfarin ár. Foreldrar upplifa að börnin eru hreinlega uppgefin. Arnar Ævarsson, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla Bandarískur dróni og rúss- nesk herþota virðast hafa skollið saman yfir Svartahafi á þriðjudag. Bandarísk yfir- völd saka Rússa um kæru- leysi. Rússnesk yfirvöld hafa ekki enn ákveðið hvort þau muni sækja drónann sem nauðlenti eftir atvikið. helgisteinar@frettabladid.is HERMÁL Rússnesk herþota virðist hafa snert hreyfil 30 milljóna dala bandarísks dróna yfir Svartahafi á þriðjudaginn. Var drónanum nauð- lent á alþjóðlegu hafsvæði. Er þetta í fyrsta skipti sem árekst- ur verður milli herja þessara stór- velda eftir innrásina í Úkraínu. John Kirby, talsmaður Hvíta húss- ins í þjóðaröryggismálum, segir það ekki óalgengt að herþotur annarra ríkja f ljúgi þetta nálægt banda- rískum drónum. Það sem hafi gert þetta atvik óeðli- legt sé hversu kæruleysislegt og ófag- mannlegt það hafi verið af hálfu flugmanna rússnesku þotunnar. Bandaríkjamenn segja flugmann MQ-9 drónans hafa ákveðið að nauðlenda eftir að rússnesk Su-27 herþota rakst í hreyfil hans og hellti yfir hann eldsneyti í miðju flugi. Dróninn hafi tekið á loft frá her- stöð í Rúmeníu og verið að sinna tíu klukkutíma hefðbundnu eftir- litsverkefni. Sérfræðingar segja að Reaper- dróninn geti f logið í 15 þúsund metra hæð. Sé hann búinn hátækni- búnaði og geti séð langt inn á Krím- skaga. Samuel Charap, pólitískur sér- fræðingur hjá bandarísku þjóðar- öryggisstofnuninni RAND, segir að rússneska herþotan hafi beitt svo- kallaðri þvingunartaktík sem felist í að beita ákveðinni hernaðarað- gerð án þess að framkvæma árás. Í skýrslu sem stofnunin gaf út árið 2020 greindi hún meðal annars frá því að slíkar aðferðir væru algengar hjá rússneska hernum. Rússneska ríkisstjórnin segir að ákvörðunin um að sækja drónann eða ekki úr Svartahafi liggi hjá varnarmálaráðuneyti landsins. „Þetta er ákvörðun fyrir herinn. Ef þeir telja að það þjóni öryggis- hagsmunum okkar í Svartahafi þá verður hann sóttur,“ segir Dmítríj Peskov, talsmaður y f ir valda í Kreml. n Fyrsti hernaðarárekstur stórvelda síðan stríðið hófst Bandaríkjamenn birtu myndband sem sýndi rússnesku Su-27 herþotuna hella eldsneyti yfir drónann fyrir áreksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Segir framhaldsskólabörnin uppgefin helgisteinar@frettabladid.is FÍKNIEFNI Kókaínframleiðsla á heimsvísu hefur sjaldan verið meiri en nú í kjölfar mikillar eftirspurnar eftir endalok heimsfaraldurs. Samkvæmt greiningu Fíkniefna- og af brotamálaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna hefur ræktun á kókaplöntum aukist um 35 prósent undanfarin ár. Faraldurinn hafði mikil áhrif á fíkniefnamarkaðinn þar sem ferða- lög milli landa voru mjög takmörk- uð. Eftirspurn eftir kókaíni dróst einnig saman í ljósi þess að barir og næturklúbbar neyddust til að loka. Niðurstöðurnar benda hins vegar til að þessi tíð sé liðin og að smygl- arar hafi einnig fundið sér nýjar miðstöðvar fyrir starfsemi sína, þá aðallega í Vestur- og Mið-Afríku. Evrópa og Norður-Ameríka eru enn stærstu markaðirnir fyrir kókaín. Þar á eftir koma Suður- og Mið-Ameríka og Karíbahafið. Í skýrslunni segir að þó svo að heims- álfur eins og Afríka og Asía séu enn takmarkaðir markaðir þá sé mikill möguleiki fyrir útbreiðslu þar. n Eftirspurn jarðarbúa eftir kókaíni sjaldan verið meiri Rafræn útgáfa af ferðaáætluninni Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 Umhverfismat framkvæmda Ákvörðun um matsskyldu Skógrækt í landi Alviðru undir Ingólfsfjalli, Sveitarfélaginu Ölfusi Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð umhverfismati samkvæmt lögum nr. 111/2021. Ákvörðunina er að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 14. apríl 2023. Sources: General Atomics, Northrop Grumman, RAND Corporation Guide to U.S. military drones The MQ-9 Reaper drone brought down by so-called Russian “coercive signalling” – limited military action, short of direct aggression – is one of the formidable range of U.S. crewless aircraft © GRAPHIC NEWS General Atomics MQ-9 Reaper Armament: Up to 16 Hellre missiles or four missiles and two laser-guided bombs General Atomics MQ-1C Gray Eagle Max altitude: Range: Endurance: Remote crew: Two, pilot and sensor operator 15,240m 1,850km 32 hours Max altitude: Range: Endurance: Remote crew: Hellre AGM-114 air-to-ground missiles with range of 11km General Atomics MQ-1 Predator Northrop Grumman RQ-4 Global Hawk Unarmed surveillance aircraft Max altitude: Range: Endurance: Remote crew: 7,620m 4,600km 27 hours Two 7,620m 1,240km 24 hours Two Max altitude: Range: Endurance: Remote crew: 18,000m 22,780km 34+ hours Three Unit cost: $30 million Unit cost: $10 million Unit cost: $5 million Unit cost: $90 million Targeting system Armament: Up to four Hellre missiles Armament: Two Hellre missiles Targeting System: Infrared sensor, daylight and image-intensied TV, laser designator and laser illuminator Heimildir: G neral Atomics, Northrop Grumman, RAND corporation Drónaoti bandaríska hersins - r- róninn sem var þvingaður niður af rúss eskri herþotu er einn ö ugasti dróninn sem ómannaði  ug oti bandaríska h rsins býr y„r. © GRAPHIC MQ-9 Reaper, framleiddur af General Atomics Vopn: Allt að 16 Hell„re- ugskeyti eða ’órar eld augar og tvær leysistýrðar sprengjur. MQ-1C Gray Eagle, framleiddur af General Atomics Hám rkshæð Hámarksdrægi: Hámarks ugtími: Fjarstýringaráhöfn: 15.24 1.85 32 tímar Tveir, €ugmaður og skynjunarstjóri Hám rkshæð Hámarksdrægi: Hámarks ugtími: Fjarstýringaráhöfn: MQ-1 Predator, framleid ur af General Atomics RQ-4 Global Hawk, framleiddur af Northrop Grumman Hám rkshæð Hámarksdrægi: Hámarks ugtími: Fjarstýringaráhöfn: 7.62 4.60 27 tímar Tveir 7.62 1.24 24 tímar Tveir Hámarkshæð: Hámarksdrægi: Hámarks ugtími: Fjarstýringa áhöfn: 18.00 22.78 34+ tímar Þrír Kos naður: 0 i ljónir $ Kostnaður: 10 milljónir $ Kostnaður: 5 milljónir $ Kostnaður: 90 milljónir $ Miðunar- ker„ Vígbúnaður: Allt að 4 Hell„re- ugskeyti Vígbúnaður: 2 Hell„re- ug keyti Miðunarker•: Innrauður skynjari, dagsbirtu- og myndstýrður skjár, leysimerkin og leysilýsing bth@frettabladid.is MENNTAMÁL Vaxandi kurr er meðal foreldra vegna neikvæðra afleiðinga styttingar námstíma til stúdents- prófs. Þetta segir talsmaður sam- takanna Heimilis og skóla. Háskólakennari sagði í Frétta- blaðinu í gær að geta háskólanema væri lakari eftir styttingu náms í framhaldsskólum. Enginn væri ánægður með breytinguna. Arnar Ævarsson, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla, tekur undir það. Hann segir um baráttumál að ræða sem samtökin hafa þungar áhyggjur af. „Við heyrum margoft hjá for- eldrum að þessi stytting hafi verið vanhugsuð,“ segir Arnar. Heimili og skóli segja að líðan framhaldsskólanema hafi versnað eftir breytinguna og valdið meira álagi. „Við heyrum þetta frá mörgum foreldrum, fólk kvartar undan álag- inu á börnin, það er talað um van- líðan, svo kvartar fólk yfir félagslega þættinum sem hefur skaðast.“ Arnar segir að Heimili og skóli hafi aldrei verið boðuð í samstarfs- hópa sem þyrfti að skipa til að fjalla um þennan vanda og bregðast við honum. Hann telur það mjög sér- kennilegt. „Það segir sig sjálft að með því að þjappa fjögurra ára námi niður í þrjú ár eykst álagið. Mörg börn þurfa að vinna með þessu námi, fjárhagslegur stuðningur er misjafn eftir heimilum,“ segir Arnar. „Ef þú vinnur með náminu og þarft á sama tíma að þjappa því saman getur útkoman ekki orðið góð. Foreldrar upplifa að börnin eru hreinlega uppgefin.“ Arnar segir að framhaldsskóla- árin eigi að vera skemmtilegasti tími lífsins. Börn eigi að fá tækifæri til að blómstra, taka mikinn þátt í félagslífinu en engist þess í stað vegna annríkis. n 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.